Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2022 13:17 Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni Samtals er kaupverðið því þrjátíu og einn milljarður króna. Þrjátíu prósent kaupverðs verður greitt með reiðufé og afgangurinn með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Tilkynnt var um kaupin í gær en með þessum viðskiptum verða seljendur Vísis meðal kjölfestufjárfesta í Síldarvinnslunni og fara með átta prósenta hlut í fyrirtækinu og verða fimmti stærsti hluthafinn. Síldarvinnslan var skráð á markað í fyrra en stærsti eigandi hennar er Samherji sem fer með um þriðjungshlut. Vísir er yfir fimmtíu ára fyrirtæki í Grindavík og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu eða afkomenda Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvatsdóttur en alls eignuðust þau sex börn. Eigi hvert afkvæmi hjónanna jafn stóran hlut í Vísi fær hvert og eitt þannig um þrjá komma þrjá milljarða í sinn hlut, einn milljarð í reiðufé og restin er greidd með hlutafé í Síldarvinnslunni. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin. „Vísir er gamalgróið bolfiskfélag og er búið að fjárfesta í hátækni bolfiskvinnslu í Grindavík. Að sama skapi erum við með umtalsverðar aflaheimildir í bolfiski og sáum tækifæri í samstarfi við eigendur Vísis og þetta fyrirtæki. Það liggur fyrir að það er töluverð samlegð í sameinuðum fyrirtækjum. Þessi félög eiga að geta orðið töluvert sterkari þegar kemur að markaðsstarfi og nýtingu aflaheimilda og búið til meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem við eigum í heild,“ segir Gunnþór. Höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. verða hjá Vísi hf. í Grindavík að sögn Gunnþórs. Ekki sé búið að ákveða hvað verði um aðra bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til annarrar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar. Við erum litlir í bolfiski, erum með litla vinnslu á Seyðisfirði og það hefur engin afstaða verði tekin til hennar með þessum kaupum,“ segir Gunnþór. Ætla að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins Aðspurður um hvort Síldarvinnslan fari ekki yfir kvótaþak í ýmsum tegundum með þessum kaupum svarar Gunnþór: „ Eins og kemur fram í tilkynningunni erum við að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins. Það eru þarna stofnar eins og loðna sem sveiflast gríðarlega milli ára. Þannig að það er meiri sveifla í uppsjávarstofnun en bolfiskstofnum milli ára. Við verðum einhvers staðar á þessari viðmiðunarlínu og aðlögum okkur að því,“ segir Gunnþór. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að samþykkja kaupin. Hlutabréfamarkaðurinn tók vel í fréttina í morgun en alls höfðu bréf í Síldarvinnslunni hækkað um 8,4 prósent. Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Samtals er kaupverðið því þrjátíu og einn milljarður króna. Þrjátíu prósent kaupverðs verður greitt með reiðufé og afgangurinn með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Tilkynnt var um kaupin í gær en með þessum viðskiptum verða seljendur Vísis meðal kjölfestufjárfesta í Síldarvinnslunni og fara með átta prósenta hlut í fyrirtækinu og verða fimmti stærsti hluthafinn. Síldarvinnslan var skráð á markað í fyrra en stærsti eigandi hennar er Samherji sem fer með um þriðjungshlut. Vísir er yfir fimmtíu ára fyrirtæki í Grindavík og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu eða afkomenda Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvatsdóttur en alls eignuðust þau sex börn. Eigi hvert afkvæmi hjónanna jafn stóran hlut í Vísi fær hvert og eitt þannig um þrjá komma þrjá milljarða í sinn hlut, einn milljarð í reiðufé og restin er greidd með hlutafé í Síldarvinnslunni. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin. „Vísir er gamalgróið bolfiskfélag og er búið að fjárfesta í hátækni bolfiskvinnslu í Grindavík. Að sama skapi erum við með umtalsverðar aflaheimildir í bolfiski og sáum tækifæri í samstarfi við eigendur Vísis og þetta fyrirtæki. Það liggur fyrir að það er töluverð samlegð í sameinuðum fyrirtækjum. Þessi félög eiga að geta orðið töluvert sterkari þegar kemur að markaðsstarfi og nýtingu aflaheimilda og búið til meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem við eigum í heild,“ segir Gunnþór. Höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. verða hjá Vísi hf. í Grindavík að sögn Gunnþórs. Ekki sé búið að ákveða hvað verði um aðra bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til annarrar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar. Við erum litlir í bolfiski, erum með litla vinnslu á Seyðisfirði og það hefur engin afstaða verði tekin til hennar með þessum kaupum,“ segir Gunnþór. Ætla að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins Aðspurður um hvort Síldarvinnslan fari ekki yfir kvótaþak í ýmsum tegundum með þessum kaupum svarar Gunnþór: „ Eins og kemur fram í tilkynningunni erum við að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins. Það eru þarna stofnar eins og loðna sem sveiflast gríðarlega milli ára. Þannig að það er meiri sveifla í uppsjávarstofnun en bolfiskstofnum milli ára. Við verðum einhvers staðar á þessari viðmiðunarlínu og aðlögum okkur að því,“ segir Gunnþór. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að samþykkja kaupin. Hlutabréfamarkaðurinn tók vel í fréttina í morgun en alls höfðu bréf í Síldarvinnslunni hækkað um 8,4 prósent.
Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27