Kristall Máni: Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur Sverrir Mar Smárason skrifar 9. júlí 2022 18:45 Kristall Máni er líklega á förum frá Víkingi en þó ekki strax að eigin sögn. Hann hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar síðastliðin tvö ár. Vísir/Hulda Margrét Víkingar unnu góðan 3-2 sigur á ÍA í Víkinni í dag. Kristall Máni, sem hefur verið frábær fyrir Víkinga í sumar, hvorki skoraði né lagði upp í þessum leik en átti þó góðan leik líkt og oftast, sérstaklega í upphafi leiks. „Fyrstu 25 mínúturnar voru mjög góðar og síðan bara tók held ég smá þreyta við eða ég var allavega orðinn helvíti þreyttur. Svona er þetta bara, það er leikur á þriðjudaginn sem við verðum að klára og ég held við verðum með fulla orku þar. Það var óþarfi að fara í eitthvað „panic“. Við bara unnum með einu marki og sigldum þessu heim,“ sagði Kristall um leikinn. Víkingar leika síðari leikinn í undankeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Malmö hér í Víkinni á þriðjudaginn. Þar er Kristall í banni eftir að hafa fengið umrætt seinna gult spjald fyrir að „sussa“ á stuðningsmenn Malmö. Hann hefur einnig verið orðaður frá félaginu á næstu dögum en hann segir ekkert klárt í þeim málum. „Ég hefði tekið þátt í leiknum en ég verð bara upp í stúku að styðja mína menn. Við verðum bara að sjá til hvað kemur út á næstunni. Ef eitthvað kemur á netið þá er það klappað og klárt,“ sagði Kristall fáorður um framtíðina. Viðtalsmaður spurði hann þá hvort miklar líkur væri á því að hann myndi skrifa undir hjá Rosenborg í Noregi sagði Kristall, „Bara ef allt stenst þá finnst mér líklegt að það fari í gegn.“ Kristall Máni segist ekki hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Víking á heimavelli hamingjunnar. „Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur hér þannig ég klára þetta með marki og sigri þannig maður klárar þetta með stæl,“ sagaði Kristall að lokum. Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:20 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
„Fyrstu 25 mínúturnar voru mjög góðar og síðan bara tók held ég smá þreyta við eða ég var allavega orðinn helvíti þreyttur. Svona er þetta bara, það er leikur á þriðjudaginn sem við verðum að klára og ég held við verðum með fulla orku þar. Það var óþarfi að fara í eitthvað „panic“. Við bara unnum með einu marki og sigldum þessu heim,“ sagði Kristall um leikinn. Víkingar leika síðari leikinn í undankeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Malmö hér í Víkinni á þriðjudaginn. Þar er Kristall í banni eftir að hafa fengið umrætt seinna gult spjald fyrir að „sussa“ á stuðningsmenn Malmö. Hann hefur einnig verið orðaður frá félaginu á næstu dögum en hann segir ekkert klárt í þeim málum. „Ég hefði tekið þátt í leiknum en ég verð bara upp í stúku að styðja mína menn. Við verðum bara að sjá til hvað kemur út á næstunni. Ef eitthvað kemur á netið þá er það klappað og klárt,“ sagði Kristall fáorður um framtíðina. Viðtalsmaður spurði hann þá hvort miklar líkur væri á því að hann myndi skrifa undir hjá Rosenborg í Noregi sagði Kristall, „Bara ef allt stenst þá finnst mér líklegt að það fari í gegn.“ Kristall Máni segist ekki hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Víking á heimavelli hamingjunnar. „Ég reyndar held að þetta sé ekki minn síðasti leikur hér þannig ég klára þetta með marki og sigri þannig maður klárar þetta með stæl,“ sagaði Kristall að lokum.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:20 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. 9. júlí 2022 19:20