Losa sig við Covid-ketti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2022 21:00 Kattholt er nærri fullt af heimilislausum köttum og hefur þeim fjölgað þar mikið að undanförnu. Rekstrarstjórinn segir kettina dvelja lengur en áður og eftirspurnina minni. Á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og samkomubann var í gildi var nær slegist um hvern kött í Kattholti og flest búr tóm. Nú er staðan hins vegar önnur. „Það er búið að vera ansi mikil aukning af kisum til okkar og eins og er þá er athvarfið alveg fullsetið af köttum. Þetta er náttúrulega breyting af því að í Covidinu ef það kom köttur inn þá var hann farinn bara nánast samdægurs og slegist um hann. Núna eru kettirnir lengur hjá okkur og það er svona ekki alveg jafn mikil eftirspurn,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Nokkrir kettlingar eru á meðal þeirra sem dvelja nú í Kattholti og eru í leit að heimili.Vísir/Einar Þá á hún von á að köttunum í Kattholti fjölgi meira á næstunni þar sem komið hefur verið með sjö kettlingafullar læður í Kattholt það sem af er sumri. Í fyrrasumar var aðeins komið með tvær kettlingafullar læður yfir sumartímann. „Það gæti tengst því líka að kettir sem fóru í Covid hafi ekki verið geldir að þeir séu þá að koma inn ófrískir núna.“ Jóhanna segir ekki aðeins fleiri ketti vera að koma í Kattholt heldur hafi auglýsingum á samfélagsmiðlum eftir heimilum fyrir ketti líka fjölgað. Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk losi sig við kettina geta verið margar. „Það getur verið að það sé komið ofnæmi eða að fólk sé að flytja í annað húsnæði sem að leyfir ekki dýr eða að fólk jafnvel bara kannski útvegaði sér ekki pössun fyrir köttinn og er að fara í frí eða eitthvað slíkt.“ Vonir standa til að hratt gangi að finna heimili fyrir kettlingana fimm sem nú eru í Kattholti.Vísir/Einar Dýr Kettir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gæludýr Tengdar fréttir Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og samkomubann var í gildi var nær slegist um hvern kött í Kattholti og flest búr tóm. Nú er staðan hins vegar önnur. „Það er búið að vera ansi mikil aukning af kisum til okkar og eins og er þá er athvarfið alveg fullsetið af köttum. Þetta er náttúrulega breyting af því að í Covidinu ef það kom köttur inn þá var hann farinn bara nánast samdægurs og slegist um hann. Núna eru kettirnir lengur hjá okkur og það er svona ekki alveg jafn mikil eftirspurn,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Nokkrir kettlingar eru á meðal þeirra sem dvelja nú í Kattholti og eru í leit að heimili.Vísir/Einar Þá á hún von á að köttunum í Kattholti fjölgi meira á næstunni þar sem komið hefur verið með sjö kettlingafullar læður í Kattholt það sem af er sumri. Í fyrrasumar var aðeins komið með tvær kettlingafullar læður yfir sumartímann. „Það gæti tengst því líka að kettir sem fóru í Covid hafi ekki verið geldir að þeir séu þá að koma inn ófrískir núna.“ Jóhanna segir ekki aðeins fleiri ketti vera að koma í Kattholt heldur hafi auglýsingum á samfélagsmiðlum eftir heimilum fyrir ketti líka fjölgað. Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk losi sig við kettina geta verið margar. „Það getur verið að það sé komið ofnæmi eða að fólk sé að flytja í annað húsnæði sem að leyfir ekki dýr eða að fólk jafnvel bara kannski útvegaði sér ekki pössun fyrir köttinn og er að fara í frí eða eitthvað slíkt.“ Vonir standa til að hratt gangi að finna heimili fyrir kettlingana fimm sem nú eru í Kattholti.Vísir/Einar
Dýr Kettir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gæludýr Tengdar fréttir Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00