Sex greinst með apabólu og tveir smitast innanlands Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 11:42 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sex karlmenn á miðjum aldri hafa greinst smitaðir af apabólunni hér á landi og grunur er um að tveir þeirra hafi smitast innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira