Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2022 15:22 Vegna manneklu á flugvöllum hafa myndast langar biðraðir víða um heim. AP/Frank Augstein Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. Það hefur reynst flugfélögum erfitt að manna stöður til að anna gríðarlegri eftirspurn nú yfir háönn sumarsins. Viðsnúningurinn í fluginu var afar skarpur eftir að takmarkanir kórónuveirufaraldursins voru aflagðar. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af tíðum breytingum á flugáætlunum, kílómetralöngum biðröðum og heilu stöflunum af farangri. Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta ástand gæti jafnvel varað fram á haust. „Maður sér það á yfirlýsingu til dæmis forstjóra Lufthansa félagsins sem er stærsta flugfélagasamsteypa í Evrópu. Hann gerir ekkert ráð fyrir að þetta skáni nokkuð fyrr en að líður á haustið þegar færri verða á ferðinni. Þá má búast við því að flugfarþegar verði áfram að sætta sig við breytingar á flugáætlunum og töfum.“ Í bréfi sem Carsten Sphor, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, ritaði til starfsfólks sagði hann að félagið væri nú í óða önn að ráða inn starfsfólk en að sú viðleitni myndi ekki bera árangur fyrr en í haust. Ofan á manneklu hafa bæst verkföll og þá hefur orðið röskun á aðfangakeðju. „Nýjar flugvélar sem áttu að bætast við flugflotana í byrjun sumarvertíðar eru bara ennþá í verksmiðjum Airbus og Boeing og flugfélögin geta þar af leiðandi ekki nýtt þær og þurfa að gera breytingar á áætlunum.“ Kristján segir ráðlegt að forðast tengiflug og halda sig við handfarangur. „Það hefur verið töluvert um að farangur tínist. Gott er að ferðast bara með handfarangur og helst að fljúga bara beint og reyna að gera ferðalögin eins einföld og hægt er, “ segir Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista í Bítinu. Fréttir af flugi Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Það hefur reynst flugfélögum erfitt að manna stöður til að anna gríðarlegri eftirspurn nú yfir háönn sumarsins. Viðsnúningurinn í fluginu var afar skarpur eftir að takmarkanir kórónuveirufaraldursins voru aflagðar. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af tíðum breytingum á flugáætlunum, kílómetralöngum biðröðum og heilu stöflunum af farangri. Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta ástand gæti jafnvel varað fram á haust. „Maður sér það á yfirlýsingu til dæmis forstjóra Lufthansa félagsins sem er stærsta flugfélagasamsteypa í Evrópu. Hann gerir ekkert ráð fyrir að þetta skáni nokkuð fyrr en að líður á haustið þegar færri verða á ferðinni. Þá má búast við því að flugfarþegar verði áfram að sætta sig við breytingar á flugáætlunum og töfum.“ Í bréfi sem Carsten Sphor, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, ritaði til starfsfólks sagði hann að félagið væri nú í óða önn að ráða inn starfsfólk en að sú viðleitni myndi ekki bera árangur fyrr en í haust. Ofan á manneklu hafa bæst verkföll og þá hefur orðið röskun á aðfangakeðju. „Nýjar flugvélar sem áttu að bætast við flugflotana í byrjun sumarvertíðar eru bara ennþá í verksmiðjum Airbus og Boeing og flugfélögin geta þar af leiðandi ekki nýtt þær og þurfa að gera breytingar á áætlunum.“ Kristján segir ráðlegt að forðast tengiflug og halda sig við handfarangur. „Það hefur verið töluvert um að farangur tínist. Gott er að ferðast bara með handfarangur og helst að fljúga bara beint og reyna að gera ferðalögin eins einföld og hægt er, “ segir Kristján Sigurjónsson eigandi Túrista í Bítinu.
Fréttir af flugi Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54
SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. 5. júlí 2022 07:44
Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33