Rétturinn til að safna drasli Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 6. júlí 2022 14:30 Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar