Heard vill úrskurðinn gegn sér felldan niður Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2022 23:38 Johnny Depp og Amber Heard. AP Lögmenn leikkonunnar Amber Heard hafa farið fram á það við dómara að úrskurðurinn í máli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni verði felldur niður og ný réttarhöld fari fram. Hún var nýverið dæmd til að greiða honum tæpar tvo milljarða króna í skaðabætur fyrir meiðyrði. Krafan byggir á því að sönnunargögn hafi ekki stutt úrskurðinn í áðurnefndu máli og að einn kviðdómenda hafi mögulega ekki raunverulega átt að vera í kviðdómnum. Þar að auki segja lögmennirnir að skaðabæturnar hafi verið of háar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en blaðamenn AP hafa komið höndum yfir kröfuna. Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu, þar sem málaferlin fóru fram. Réttarhöldin voru sýnd í beinni útsendingu á netinu og vöktu þau gríðarlega mikla athygli á heimsvísu. Ítarlega má lesa um niðurstöður kviðdómenda hér að neðan. Lögmenn Heard segja að með réttu hefði Depp þurft að sýna fram á að hann hefði aldrei beitt Heard ofbeldi og sömuleiðis sanna að þegar hún skrifaði áðurnefnda grein, hefði hún ekki trúað því sjálf að hún hefði verið beitt ofbeldi. Þeir segja hvorugt hafa verið sannað í réttarhöldunum. Þvert á móti hafi sönnunargögn réttarhaldanna stutt mál Heard. Að endingu segja lögmennirnir að einn meðlimur kviðdómsins í réttarhöldunum hafi lagt fram gögn um að hann væri fæddur 1945. Hins vegar gefi opinber gögn til kynna að viðkomandi hafi fæðst árið 1970. Lögmennirnir segja það vekja upp spurningar um hvort viðkomandi hafi yfir höfuð fengið boð til kviðdómssetu eða hafi villt á sér heimildir. Það þurfi að rannsaka. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Tengdar fréttir Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51 Tróð óvænt upp á tónleikum og bíður úrskurðar kviðdóms Tónleikagestir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp á tónleikum gítarleikarans Jeff Beck's í Yorkshire á sunnudagskvöld. 31. maí 2022 16:30 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Krafan byggir á því að sönnunargögn hafi ekki stutt úrskurðinn í áðurnefndu máli og að einn kviðdómenda hafi mögulega ekki raunverulega átt að vera í kviðdómnum. Þar að auki segja lögmennirnir að skaðabæturnar hafi verið of háar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en blaðamenn AP hafa komið höndum yfir kröfuna. Depp stefndi Heard fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnan beinist að grein sem Heard skrifaði og birtist í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera orðin táknmynd þeirra sem hafi lifað við heimilisofbeldi. Heard var dæmd til að greiða honum tíu milljónir dala í miskabætur og fimm milljónir dala í refsibætur. Heard mun þó aðeins þurfa að greiða honum 350 þúsund dali í refsibætur þar sem það er hámark refsibóta í Virginíu, þar sem málaferlin fóru fram. Réttarhöldin voru sýnd í beinni útsendingu á netinu og vöktu þau gríðarlega mikla athygli á heimsvísu. Ítarlega má lesa um niðurstöður kviðdómenda hér að neðan. Lögmenn Heard segja að með réttu hefði Depp þurft að sýna fram á að hann hefði aldrei beitt Heard ofbeldi og sömuleiðis sanna að þegar hún skrifaði áðurnefnda grein, hefði hún ekki trúað því sjálf að hún hefði verið beitt ofbeldi. Þeir segja hvorugt hafa verið sannað í réttarhöldunum. Þvert á móti hafi sönnunargögn réttarhaldanna stutt mál Heard. Að endingu segja lögmennirnir að einn meðlimur kviðdómsins í réttarhöldunum hafi lagt fram gögn um að hann væri fæddur 1945. Hins vegar gefi opinber gögn til kynna að viðkomandi hafi fæðst árið 1970. Lögmennirnir segja það vekja upp spurningar um hvort viðkomandi hafi yfir höfuð fengið boð til kviðdómssetu eða hafi villt á sér heimildir. Það þurfi að rannsaka.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Tengdar fréttir Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51 Tróð óvænt upp á tónleikum og bíður úrskurðar kviðdóms Tónleikagestir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp á tónleikum gítarleikarans Jeff Beck's í Yorkshire á sunnudagskvöld. 31. maí 2022 16:30 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. 2. júní 2022 15:51
Tróð óvænt upp á tónleikum og bíður úrskurðar kviðdóms Tónleikagestir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp á tónleikum gítarleikarans Jeff Beck's í Yorkshire á sunnudagskvöld. 31. maí 2022 16:30