Búið að handtaka árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2022 23:50 Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo er talinn vera árásarmaðurinn. Facebook/AP Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. Maðurinn heitir Robert E. Crimo og er 22 ára gamall. Fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluþjóna hafa séð hann á tólfta tímanum í kvöld og handtekið hann eftir stutta eftirför. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að Crimo var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. BREAKING: 15 minutes ago, Robert Crimo was spotted by police. He fled from police. After a brief chase, he was stopped and arrested, police say. @cbschicago pic.twitter.com/JmIsCSXc45— Tim McNicholas (@TimMcNicholas) July 4, 2022 Búið er að hlúa að nítján af þeim sem særðust og útskrifa þau. Samkvæmt Chicago Sun-Times voru þau frá átta til 85 ára gömul. Fjögur af þeim særðu eru börn og er minnst eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. Fleiri slösuðust eftir að skothríðin hófst en rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús eftir árásina. Authorities have identified a person of interest in the July 4 parade shooting in Highland Park, Illinois, which has left at least 6 dead and dozens wounded https://t.co/Wq85HDKx2j pic.twitter.com/vk2ROAE5RA— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) July 4, 2022 Hundruð flúðu undan skothríðinni en mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir við leiðina sem fara átti skrúðgönguna. Myndbönd af vettvangi sýna að maðurinn hleypti tugum skota af á stuttum tíma, áður en hann flúði. Riffill mannsins fannst á þakinu en Crimo var þrátt fyrir það sagður líklegur til að vera vopnaður og lýsti lögreglan honum sem hættulegum. Hundruð áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst.AP/Tyler Pasciak LaRiviere Búið er að gefa út að fimm hinna látnu hafi verið fullorðin en ekki er vitað með þann sjötta. Flestir sem dóu gerðu það á vettvangi árásarinnar en einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Crimo mun hafa komist upp á þak húss við götuna sem skrúðgangan fór um. Chicago Sun-Times hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi verið vel falinn þegar hann hóf skothríðina. Verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en skothríðin hófst um tuttugu mínútum eftir að skrúðgangan hófst. Another shot from the Highland Park mass shooting.Hadn t seen this clip on here.Sounds like nearly 60 shots fired in this one alone. pic.twitter.com/X66gqEiGHD— Jake (@SiIentRunning) July 4, 2022 Lögregluþjóna bar tiltölulega fljótt að garði og hafa þeir varið klukkustundum í að leita að árásarmanninum en án árangurs. Hundruð lögregluþjóna og annarra útsendara löggæslustofnana koma að leitinni og rannsókn á ódæðinu í Highland Park. AP hefur eftir Joe Biden, forseta, að hann hafi skipað alríkisembættum að aðstoða við að hafa hendur í hári árásarmannsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Maðurinn heitir Robert E. Crimo og er 22 ára gamall. Fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluþjóna hafa séð hann á tólfta tímanum í kvöld og handtekið hann eftir stutta eftirför. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að Crimo var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. BREAKING: 15 minutes ago, Robert Crimo was spotted by police. He fled from police. After a brief chase, he was stopped and arrested, police say. @cbschicago pic.twitter.com/JmIsCSXc45— Tim McNicholas (@TimMcNicholas) July 4, 2022 Búið er að hlúa að nítján af þeim sem særðust og útskrifa þau. Samkvæmt Chicago Sun-Times voru þau frá átta til 85 ára gömul. Fjögur af þeim særðu eru börn og er minnst eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. Fleiri slösuðust eftir að skothríðin hófst en rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús eftir árásina. Authorities have identified a person of interest in the July 4 parade shooting in Highland Park, Illinois, which has left at least 6 dead and dozens wounded https://t.co/Wq85HDKx2j pic.twitter.com/vk2ROAE5RA— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) July 4, 2022 Hundruð flúðu undan skothríðinni en mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir við leiðina sem fara átti skrúðgönguna. Myndbönd af vettvangi sýna að maðurinn hleypti tugum skota af á stuttum tíma, áður en hann flúði. Riffill mannsins fannst á þakinu en Crimo var þrátt fyrir það sagður líklegur til að vera vopnaður og lýsti lögreglan honum sem hættulegum. Hundruð áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst.AP/Tyler Pasciak LaRiviere Búið er að gefa út að fimm hinna látnu hafi verið fullorðin en ekki er vitað með þann sjötta. Flestir sem dóu gerðu það á vettvangi árásarinnar en einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Crimo mun hafa komist upp á þak húss við götuna sem skrúðgangan fór um. Chicago Sun-Times hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi verið vel falinn þegar hann hóf skothríðina. Verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en skothríðin hófst um tuttugu mínútum eftir að skrúðgangan hófst. Another shot from the Highland Park mass shooting.Hadn t seen this clip on here.Sounds like nearly 60 shots fired in this one alone. pic.twitter.com/X66gqEiGHD— Jake (@SiIentRunning) July 4, 2022 Lögregluþjóna bar tiltölulega fljótt að garði og hafa þeir varið klukkustundum í að leita að árásarmanninum en án árangurs. Hundruð lögregluþjóna og annarra útsendara löggæslustofnana koma að leitinni og rannsókn á ódæðinu í Highland Park. AP hefur eftir Joe Biden, forseta, að hann hafi skipað alríkisembættum að aðstoða við að hafa hendur í hári árásarmannsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56