Engin spurning hvað samrýmist lögum landsins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. júlí 2022 15:42 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélagsins. Vísir/Vilhelm Formaður dómarafélagsins segir stéttina enn harða á því að krafa fjármálaráðuneytisins um endurgreiðslu ofgreiddra launa samræmist ekki lögum. Hann segir hæpið að um ofgreiðslu hafi í raun verið að ræða en jafnvel ef svo væri eiga gilda sömu reglur um dómara líkt og aðra þjóðfélagshópa. Upp varð fótur og fit meðal dómara og annarra þegar fjármálaráðuneytið ákvað fyrir helgi að leiðrétta laun um 260 æðstu embættismanna landsins og fara fram á ofgreiðslu ofgreiddra launa síðastliðinna þriggja ára vegna mistaka. Tilkynnt var um málið á vef Fjársýslunnar á föstudagsmorgun þar sem fram kom að mistök höfðu verið gerð við útreikning launanna. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins, gagnrýndi ákvörðunina harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag og í kjölfarið var framkvæmdin meðal annars gagnrýnd af þingmanni Pírata. Ekki hefur náðst í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra en á föstudag birti ráðherrann færslu á Facebook í kjölfar gagnrýni Kjartans, þar sem hann sagði málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman, laun hafi einfaldlega verið ofgreidd og það beri að leiðrétta. Kjartan segist ekki ætla eiga í neinu orðskáki við ráðherra en er þó ósammála, af ýmsum ástæðum. „Við teljum afar hæpið að þarna hafi hreinlega verið um einhverja ofgreiðslu að ræða, og í öðru lagi teljum við allan framgang stjórnvalda í þessu máli ekki vera í samræmi við lög,“ segir Kjartan. Hafa ekki fengið neinar útskýringar Hann segir Dómarafélagið gera verulegar athugasemdir við framkvæmdina alla en í tilkynningu Fjársýslunnar kom fram að í stað þess að nota hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins við ákvörðun launa hafi þess í stað verið notuð launavísitala ríkisstarfsmanna. „Á sínum tíma þegar lögin voru sett þá gerði Dómarafélagið athugasemdir við það að þetta væri ekki nægilega skýrt, það var hins vegar ekki talið tilefni til að breyta lögunum eða breyta frumvarpinu þannig þetta var sett í lög,“ segir Kjartan og bætir við að frá þeim tíma hafi verið notast við launavísitöluna. Þá gagnrýnir hann að það hafi verið látið við það liggja að senda út tilkynningu á vef Fjársýslunnar þar sem fullyrt var að ofgreiðsla hafi átt sér stað án frekari útskýringa. Margir, ef ekki flestir, fréttu af málinu í fjölmiðlum og hafa ekki fengið neinar upplýsingar umfram það, þrátt fyrir að Fjársýslan hafi fullyrt í tilkynningu sinni að allir hafi fengið bréf með frekari útskýringum. „Við höfum ekki fengið, mér vitanlega, þessar einstöku útskýringar sem boðaðar hafa verið. Þannig þetta er bara einungis einn af mörgum þáttum sem við teljum athugaverðan við framkvæmd þessa máls,“ segir Kjartan. Rétturinn ótvíræður Ef rétt reynist, að mistök hafi verið gerð við útreikningu launanna, þá er það þó ekki sjálfgefið að ríkið geti farið fram á endurgreiðslu. „Eins og forseti ASÍ benti á í fréttum í gær þá eru ákveðnar takmarkanir á því að hægt að krefja launaþega um endurgreiðslu launa sem þeir hafa tekið við í góðri trú. Við teljum algjörlega tvímælalaust að þarna hafi verið tekið við launum í góðri trú,“ segir hann. Fyrir helgi sagði Kjartan dómara munu leita réttar síns og segir hann afstöðu þeirra óbreytta. „Hvað það varðar þá er það okkar skoðun að rétturinn sé algjörlega ótvíræður í þessu máli, það verður svo bara hver og einn að eiga við sig hvað hann gerir en við teljum enga spurningu, engan vafa á því, hvað samrýmist landslögum í þessu máli,“ segir hann. Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Upp varð fótur og fit meðal dómara og annarra þegar fjármálaráðuneytið ákvað fyrir helgi að leiðrétta laun um 260 æðstu embættismanna landsins og fara fram á ofgreiðslu ofgreiddra launa síðastliðinna þriggja ára vegna mistaka. Tilkynnt var um málið á vef Fjársýslunnar á föstudagsmorgun þar sem fram kom að mistök höfðu verið gerð við útreikning launanna. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins, gagnrýndi ákvörðunina harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag og í kjölfarið var framkvæmdin meðal annars gagnrýnd af þingmanni Pírata. Ekki hefur náðst í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra en á föstudag birti ráðherrann færslu á Facebook í kjölfar gagnrýni Kjartans, þar sem hann sagði málstað þeirra sem mótmæltu býsna auman, laun hafi einfaldlega verið ofgreidd og það beri að leiðrétta. Kjartan segist ekki ætla eiga í neinu orðskáki við ráðherra en er þó ósammála, af ýmsum ástæðum. „Við teljum afar hæpið að þarna hafi hreinlega verið um einhverja ofgreiðslu að ræða, og í öðru lagi teljum við allan framgang stjórnvalda í þessu máli ekki vera í samræmi við lög,“ segir Kjartan. Hafa ekki fengið neinar útskýringar Hann segir Dómarafélagið gera verulegar athugasemdir við framkvæmdina alla en í tilkynningu Fjársýslunnar kom fram að í stað þess að nota hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins við ákvörðun launa hafi þess í stað verið notuð launavísitala ríkisstarfsmanna. „Á sínum tíma þegar lögin voru sett þá gerði Dómarafélagið athugasemdir við það að þetta væri ekki nægilega skýrt, það var hins vegar ekki talið tilefni til að breyta lögunum eða breyta frumvarpinu þannig þetta var sett í lög,“ segir Kjartan og bætir við að frá þeim tíma hafi verið notast við launavísitöluna. Þá gagnrýnir hann að það hafi verið látið við það liggja að senda út tilkynningu á vef Fjársýslunnar þar sem fullyrt var að ofgreiðsla hafi átt sér stað án frekari útskýringa. Margir, ef ekki flestir, fréttu af málinu í fjölmiðlum og hafa ekki fengið neinar upplýsingar umfram það, þrátt fyrir að Fjársýslan hafi fullyrt í tilkynningu sinni að allir hafi fengið bréf með frekari útskýringum. „Við höfum ekki fengið, mér vitanlega, þessar einstöku útskýringar sem boðaðar hafa verið. Þannig þetta er bara einungis einn af mörgum þáttum sem við teljum athugaverðan við framkvæmd þessa máls,“ segir Kjartan. Rétturinn ótvíræður Ef rétt reynist, að mistök hafi verið gerð við útreikningu launanna, þá er það þó ekki sjálfgefið að ríkið geti farið fram á endurgreiðslu. „Eins og forseti ASÍ benti á í fréttum í gær þá eru ákveðnar takmarkanir á því að hægt að krefja launaþega um endurgreiðslu launa sem þeir hafa tekið við í góðri trú. Við teljum algjörlega tvímælalaust að þarna hafi verið tekið við launum í góðri trú,“ segir hann. Fyrir helgi sagði Kjartan dómara munu leita réttar síns og segir hann afstöðu þeirra óbreytta. „Hvað það varðar þá er það okkar skoðun að rétturinn sé algjörlega ótvíræður í þessu máli, það verður svo bara hver og einn að eiga við sig hvað hann gerir en við teljum enga spurningu, engan vafa á því, hvað samrýmist landslögum í þessu máli,“ segir hann.
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19 Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33
Aldraðir, öryrkjar og atvinnulausir eigi nú þjáningarsystkini í hópi æðstu ráðamanna Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, telur sterk rök fyrir því að æðstu embættismenn haldi þeirri ofgreiðslu sem ríkið hefur krafist að verði endurgreidd. Ríkið gæti tapað prófmáli um endurgreiðslukröfuna á hendur æðstu ráðamönnum ef til þess kæmi og það vanti dómafordæmi í málum sem þessum. 2. júlí 2022 10:19
Bjarni um ofgreiðslu launa ráðamanna: Rétt skal vera rétt Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins. 1. júlí 2022 15:08