Allt bendi til að það verði erfiðara að klára þetta kjörtímabil en síðasta Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. júlí 2022 20:57 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að minnka og mælist flokkurinn nú með sögulega lágt fylgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir Vinstri græn gjalda fyrir stjórnarsamband við Sjálfstæðisflokkinn. Langt er á milli flokkanna þegar kemur að ýmsum málefnum, annað en í Covid. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sæti sínu sem stærsti flokkurinn samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup með 22,8 prósent fylgi. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó minna en í kosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn stendur nánast í stað sem annar stærsti flokkurinn en fylgi Vinstri grænna minnkar og er flokkurinn aðeins sá fimmti stærsti, með 7,2 prósent fylgi, alls 5,4 prósentustigum minna en í kosningunum 2021. Stuðningur við ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna eykst aðeins milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsnum en er þó minni en í kosningunum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir rétt að líta aftur til að skýra þá stöðu sem nú er uppi. „Þessi óvenjulega ríkisstjórn sem að VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru í var mynduð 2017. Margir héldu að þeir myndu tapa í kosningunum 2021 en það gerðist ekki. Stjórnin hélt velli og flokkarnir bættu sameiginlega við sig einu og hálfu prósenti sem er algjört einsdæmi eftir hrun og mjög óvenjulegt í íslenskri pólitík,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði um þessar niðurstöður. Strax eftir kosningarnar 2021 hafi kjósendur VG þó farið að yfirgefa flokkinn og segir Ólafur líklegt að það sé vegna óánægju þeirra með stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn töluvert lengra til hægri Breyting á fylgi stjórnarflokkanna má einnig að hluta rekja til þess að Covid var í uppsveiflu og ríkisstjórnin náði þá að snúa bökum saman gegn sameiginlegum óvini, þá skipti ekki máli hvort flokkarnir væru til hægri eða vinstri. „Núna koma aftur upp þessi hefðbundu hægri vinstri málefni, og við getum talið þau fjölmörg upp, þar sem kjósendur VG eru í aðalatriðum ósammála kjósendum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur og bendir á að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu miklu lengra til hægri en allir aðrir flokkar. Fylgi flokkanna í maí og júní samkvæmt könnunum Gallup ásamt niðurstöðum kosninga 2021. Fljótlega eftir kosningarnar í fyrra hafi kjósendur VG leitað annað, líklegast vegna stjórnarsamstarfsins. „Ef við skoðum málefnin þá er það líka alveg klárt að viðhorf kjósenda Vinstri grænna, þau eru miklu nær viðhorfum vinstri flokkanna, og reyndar líka miðjuflokkanna, bæði Viðreisnar og Framsóknarflokksins, miklu nær viðhorfum kjósendum þessara flokka heldur en kjósenda Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur. Meðal stærstu málanna á undanförnum misserum má til að mynda nefna náttúruvernd í tengslum við rammasamning, brottvísanir og útlendingamál, og söluna á Íslandsbanka en í öllum þeim málum hefur VG hlotið töluverða gagnrýni. „Við sjáum á þessum málum öllum að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru ósammála í mjög mörgum málum, þó þau reyni að ná einhverri sátt, og það er eðlilegt að það komi fram í pirringi hjá kjósendum beggja flokka,“ segir Ólafur. Staðan sem nú er uppi er að hans sögn flókin og gæti ríkisstjórnin átt erfitt það sem eftir lifir kjörtímabilsins, nái hún að sitja næstu þrjú ár. „Hún getur alveg haldið áfram út kjörtímabilið, þetta eru sjóaðir og sterkir leiðtogar fyrir öllum flokkum, og ef þeir kjósa að klára kjörtímabilið þá held ég að þeir geti það en það er allt sem bendir til að það verði erfiðara heldur en það var á síðasta kjörtímabili,“ segir Ólafur. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur sæti sínu sem stærsti flokkurinn samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup með 22,8 prósent fylgi. Fylgi flokksins eykst milli mánaða en er þó minna en í kosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn stendur nánast í stað sem annar stærsti flokkurinn en fylgi Vinstri grænna minnkar og er flokkurinn aðeins sá fimmti stærsti, með 7,2 prósent fylgi, alls 5,4 prósentustigum minna en í kosningunum 2021. Stuðningur við ríkisstjórnina og stjórnarflokkanna eykst aðeins milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsnum en er þó minni en í kosningunum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir rétt að líta aftur til að skýra þá stöðu sem nú er uppi. „Þessi óvenjulega ríkisstjórn sem að VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru í var mynduð 2017. Margir héldu að þeir myndu tapa í kosningunum 2021 en það gerðist ekki. Stjórnin hélt velli og flokkarnir bættu sameiginlega við sig einu og hálfu prósenti sem er algjört einsdæmi eftir hrun og mjög óvenjulegt í íslenskri pólitík,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði um þessar niðurstöður. Strax eftir kosningarnar 2021 hafi kjósendur VG þó farið að yfirgefa flokkinn og segir Ólafur líklegt að það sé vegna óánægju þeirra með stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn töluvert lengra til hægri Breyting á fylgi stjórnarflokkanna má einnig að hluta rekja til þess að Covid var í uppsveiflu og ríkisstjórnin náði þá að snúa bökum saman gegn sameiginlegum óvini, þá skipti ekki máli hvort flokkarnir væru til hægri eða vinstri. „Núna koma aftur upp þessi hefðbundu hægri vinstri málefni, og við getum talið þau fjölmörg upp, þar sem kjósendur VG eru í aðalatriðum ósammála kjósendum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur og bendir á að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu miklu lengra til hægri en allir aðrir flokkar. Fylgi flokkanna í maí og júní samkvæmt könnunum Gallup ásamt niðurstöðum kosninga 2021. Fljótlega eftir kosningarnar í fyrra hafi kjósendur VG leitað annað, líklegast vegna stjórnarsamstarfsins. „Ef við skoðum málefnin þá er það líka alveg klárt að viðhorf kjósenda Vinstri grænna, þau eru miklu nær viðhorfum vinstri flokkanna, og reyndar líka miðjuflokkanna, bæði Viðreisnar og Framsóknarflokksins, miklu nær viðhorfum kjósendum þessara flokka heldur en kjósenda Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur. Meðal stærstu málanna á undanförnum misserum má til að mynda nefna náttúruvernd í tengslum við rammasamning, brottvísanir og útlendingamál, og söluna á Íslandsbanka en í öllum þeim málum hefur VG hlotið töluverða gagnrýni. „Við sjáum á þessum málum öllum að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru ósammála í mjög mörgum málum, þó þau reyni að ná einhverri sátt, og það er eðlilegt að það komi fram í pirringi hjá kjósendum beggja flokka,“ segir Ólafur. Staðan sem nú er uppi er að hans sögn flókin og gæti ríkisstjórnin átt erfitt það sem eftir lifir kjörtímabilsins, nái hún að sitja næstu þrjú ár. „Hún getur alveg haldið áfram út kjörtímabilið, þetta eru sjóaðir og sterkir leiðtogar fyrir öllum flokkum, og ef þeir kjósa að klára kjörtímabilið þá held ég að þeir geti það en það er allt sem bendir til að það verði erfiðara heldur en það var á síðasta kjörtímabili,“ segir Ólafur.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 2. júlí 2022 22:35
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent