„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 07:45 Jinping sagði „eitt ríki, tvö kerfi“ verða stefnu stjórnvalda gagnvart Hong Kong um ókomna tíð. AP/Selim Chtayti Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. Mikil öryggisgæsla er í Hong Kong, þar sem Xi er staddur í heimsókn. Forsetinn lagði mikið upp úr því í ræðu sinni til að marka tímamótin að verja stefnu kínverskra stjórnvalda hvað varðar Hong Kong, sem hefur sætt mikilli gagnrýni. „Eitt ríki, tvö kerfi“ stefnan gengur út á að Hong Kong tilheyri Kína og sé hluti af Kína en sé á sama tíma sjálfráð um ýmis málefni og að íbúar borgarinnar njóti ýmissa réttinda sem aðrir íbúar Kína njóta ekki, til að mynda tjáningarfrelsis og frelsis til að mótmæla. Fyrirkomulagið má rekja til samkomulags milli Breta og Kínverja og er fest í lög í Hong Kong. Samkomulagið gildir hins vegar aðeins til 2047, sem er nokkuð sem margir íbúar Hong Kong hafa nokkrar áhyggjur af. Xi sagði hins vegar í morgun að „eitt ríki, tvö kerfi“ þyrfti að verða hin opinbera stefna um ókomna tíð. Hann sagði kerfið hafa tryggt íbúum Hong Kong stöðugleika og öryggi í 25 ár, auk þess að vernda grundvallarhagsmuni Kína. Ekki eru allir á sama máli og Xi en aukin afskipti kínverskra stjórnvalda, meðal annars aðgerðir gegn tjáningarfrelsinu, hafa vakið hörð viðbrögð og mótmæli meðal íbúa Hong Kong og vestrænna ríkja. Bretar hafa gengið svo langt að saka Kínverja um að hafa brotið gegn samkomulaginu. Kína Hong Kong Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Mikil öryggisgæsla er í Hong Kong, þar sem Xi er staddur í heimsókn. Forsetinn lagði mikið upp úr því í ræðu sinni til að marka tímamótin að verja stefnu kínverskra stjórnvalda hvað varðar Hong Kong, sem hefur sætt mikilli gagnrýni. „Eitt ríki, tvö kerfi“ stefnan gengur út á að Hong Kong tilheyri Kína og sé hluti af Kína en sé á sama tíma sjálfráð um ýmis málefni og að íbúar borgarinnar njóti ýmissa réttinda sem aðrir íbúar Kína njóta ekki, til að mynda tjáningarfrelsis og frelsis til að mótmæla. Fyrirkomulagið má rekja til samkomulags milli Breta og Kínverja og er fest í lög í Hong Kong. Samkomulagið gildir hins vegar aðeins til 2047, sem er nokkuð sem margir íbúar Hong Kong hafa nokkrar áhyggjur af. Xi sagði hins vegar í morgun að „eitt ríki, tvö kerfi“ þyrfti að verða hin opinbera stefna um ókomna tíð. Hann sagði kerfið hafa tryggt íbúum Hong Kong stöðugleika og öryggi í 25 ár, auk þess að vernda grundvallarhagsmuni Kína. Ekki eru allir á sama máli og Xi en aukin afskipti kínverskra stjórnvalda, meðal annars aðgerðir gegn tjáningarfrelsinu, hafa vakið hörð viðbrögð og mótmæli meðal íbúa Hong Kong og vestrænna ríkja. Bretar hafa gengið svo langt að saka Kínverja um að hafa brotið gegn samkomulaginu.
Kína Hong Kong Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira