Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júní 2022 20:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginsleikans á Austurvelli í dag. Vísir/Berghildur Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. Fundurinn hófst með mínútu þögn af virðingu við fórnarlöm árásarinnar í Osló þar sem tveir létust og 21 særðist. „Við erum að hingað komin til að sýna frændum okkar í Noregi samstöðu og samhug í verki vegna þessa hræðilega atburðar í Osló,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Páll söng nokkur lög á fundinum meðal annars hið sívinsæla dag Allt fyrir ástina. „Út með hatrið, inn með ástina, þótt ég verði að syngja þetta lag, þótt ég verði 86 ára gömul drottning upp á einhverjum trukk þá bara réttu mér míkrafón. Það er nefnilega auðséð á þessum atburði í síðustu viku að þessi barátta milli haturs og kærleika og fáfræði og kunnáttu lýkur aldrei,“ segir Páll. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans telur að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Því miður hefur orðið rosalegt bakslag, ekki bara í Bandaríkjunum eða í Evrópu heldur líka hér heima. Við höfum séð það gegnum samfélagsmiðla og víðar. Þetta er m.a. að ná til ungmenna sem eru að verða fyrir ofbeldi. Þetta er að verða mjög alvarlegt og við sjáum hvað þetta er nálægt okkur,“ segir Ingileif. Krafan er að fræðsla um réttindi hinsegin fólks verði efld. „Við krefjumst þess að hinsegin fræðsla verði efld á öllum stigum samfélagsins. Í skólum, hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Því við vitum að fordómar byggjast fyrst og fremst á fáfræði,“ segir Ingileif. Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Fundurinn hófst með mínútu þögn af virðingu við fórnarlöm árásarinnar í Osló þar sem tveir létust og 21 særðist. „Við erum að hingað komin til að sýna frændum okkar í Noregi samstöðu og samhug í verki vegna þessa hræðilega atburðar í Osló,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Páll söng nokkur lög á fundinum meðal annars hið sívinsæla dag Allt fyrir ástina. „Út með hatrið, inn með ástina, þótt ég verði að syngja þetta lag, þótt ég verði 86 ára gömul drottning upp á einhverjum trukk þá bara réttu mér míkrafón. Það er nefnilega auðséð á þessum atburði í síðustu viku að þessi barátta milli haturs og kærleika og fáfræði og kunnáttu lýkur aldrei,“ segir Páll. Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans telur að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. „Því miður hefur orðið rosalegt bakslag, ekki bara í Bandaríkjunum eða í Evrópu heldur líka hér heima. Við höfum séð það gegnum samfélagsmiðla og víðar. Þetta er m.a. að ná til ungmenna sem eru að verða fyrir ofbeldi. Þetta er að verða mjög alvarlegt og við sjáum hvað þetta er nálægt okkur,“ segir Ingileif. Krafan er að fræðsla um réttindi hinsegin fólks verði efld. „Við krefjumst þess að hinsegin fræðsla verði efld á öllum stigum samfélagsins. Í skólum, hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Því við vitum að fordómar byggjast fyrst og fremst á fáfræði,“ segir Ingileif.
Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag. 28. júní 2022 08:07
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50