Mikil vinna framundan áður en nýja hverfið rís Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2022 19:00 Reiknað er með að nýja hverfið rísi innan rauðu útlínunnar norðan og vestan við Leirtjörn. Egill Aðalsteinsson / Kristján Jónsson Þrjú hundruð og sextíu íbúðir munu rísa í nýju hverfi við Leirtjörn í Úlfarsárdal en mikil vinna er framundan við deiliskipulag. Formaður borgarráðs segir mikilvægt að ryðja land undir ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Skipulagslýsing hverfisins er nýsamþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en svæðið sem er undir í Úlfarsárdalnum er um 8,6 hektarar. Áður en hægt verður að byrja að byggja þarf þó að kortleggja hvort sprungur séu á svæðinu, auk þess sem klára þarf deiliskipulag. Það verður umfangsmikið verkefni sem ljúka á næsta vor. „Það er gert ráð fyrir um 360 íbúðum á þessu svæði, þannig að þetta er nýtt hverfi. Þetta er blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, rað-, par og einbýlishús og atvinnustarfsemi eftir atvikum. Það er mjög mikilvægt að byrja þetta ferli því það er tímafrekt,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar.Vísir/Egill Í nýja hverfinu er jafnframt reiknað með möguleika á hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Einar treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær framkvæmdir hefjist en meigináhersla meirihlutans sé eftir sem áður að flýta allri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þeirri húsnæðiskrísu sem nú ríkir. „Það var stefna Framsóknar að styðja við áframhaldandi þéttingu borgar þar sem innviðir leyfa en líka að ryðja land og byggja ný hverfi og þetta er hluti af því. En líka að hefja skipulagningu við Keldnalandið sem liggur mikið á að koma í gang. Svo eru lóðir uppi á Kjalarnesi sem þarf að ryðja,“ segir Einar. „En þéttingin, þar eru lóðirnar sem eru lengst komnar og þess vegna verðum við að halda áfram með þær. Og það er líka skynsamlegt, þar eru skólar og leikskólar og innviðir.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Skipulagslýsing hverfisins er nýsamþykkt í umhverfis- og skipulagsráði en svæðið sem er undir í Úlfarsárdalnum er um 8,6 hektarar. Áður en hægt verður að byrja að byggja þarf þó að kortleggja hvort sprungur séu á svæðinu, auk þess sem klára þarf deiliskipulag. Það verður umfangsmikið verkefni sem ljúka á næsta vor. „Það er gert ráð fyrir um 360 íbúðum á þessu svæði, þannig að þetta er nýtt hverfi. Þetta er blönduð byggð, bæði fjölbýlishús, rað-, par og einbýlishús og atvinnustarfsemi eftir atvikum. Það er mjög mikilvægt að byrja þetta ferli því það er tímafrekt,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri í fjarveru Dags B. Eggertssonar.Vísir/Egill Í nýja hverfinu er jafnframt reiknað með möguleika á hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Einar treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær framkvæmdir hefjist en meigináhersla meirihlutans sé eftir sem áður að flýta allri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í þeirri húsnæðiskrísu sem nú ríkir. „Það var stefna Framsóknar að styðja við áframhaldandi þéttingu borgar þar sem innviðir leyfa en líka að ryðja land og byggja ný hverfi og þetta er hluti af því. En líka að hefja skipulagningu við Keldnalandið sem liggur mikið á að koma í gang. Svo eru lóðir uppi á Kjalarnesi sem þarf að ryðja,“ segir Einar. „En þéttingin, þar eru lóðirnar sem eru lengst komnar og þess vegna verðum við að halda áfram með þær. Og það er líka skynsamlegt, þar eru skólar og leikskólar og innviðir.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira