Kosningaloforðið uppfyllt átta árum eftir að Betra Sigtún bauð fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 12:56 Sigtúnið var eina ómalbikaða gatan á Vopnafirði. Ekki lengur. Hún var malbikuð í vikunni. Mynd/Randver Páll Gunnarsson. Þau tíðindi urðu á Vopnafirði í vikunni að gatan Sigtún var malbikuð. Árið 2014 bauð framboðið Betra Sigtún þar sem malbikun götunnar var eitt helsta stefnumálið. Austurfrétt greinir frá því að vaskir malbikarar frá Malbikun Norðurlands hafi malbikað götuna í vikunni. Alla jafna væri það ekkert sérstaklega fréttnæmt að ein stök íbúðargata sé malbikuð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Vopnafirði. Sigtúnið á Vopnafirði varð hins vegar landsfrægt árið 2014 þegar nokkrir íbúar götunnar stofnuðu framboð, Betra Sigtún, þar sem eitt af helstu stefnumálunum var að malbika götuna. Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í aðdraganda kosninganna árið 2014 sögðu forsvarsmenn framboðsins hafa verið svekktir með að gatan væri sú eina sem væri ekki malbikuð í götunni. Grínuðust þau með að þau þyrfti að fara í framboð til að fá þessu breytt. Framboðið hlaut ágæta kosningu í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og myndaði meirihluta með K-lista félagshyggjufólks. Sá meirihluti sprakk árið 2017 og þá myndaði Betra Sigtún meirihluta með B-lista Framsóknarmanna. Framboðin tvo mynduðu svo áfram meirihluta eftir kosningarnar 2018 en Betra Sigtún bauð ekki fram í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Í frétt Austurfréttar kemur fram að malbikun Sigtúns hafi á undanförnum árum strandað á skipulagsmálum, sem úr hafi verið leyst á síðasta kjörtímabili. Því má segja að Betra Sigtúni hafi tekist að efna kosningaloforðið, átta árum eftir að framboðið leit dagsins ljós, þó það sé ekki lengur við völd. Vopnafjörður Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54 Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að vaskir malbikarar frá Malbikun Norðurlands hafi malbikað götuna í vikunni. Alla jafna væri það ekkert sérstaklega fréttnæmt að ein stök íbúðargata sé malbikuð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Vopnafirði. Sigtúnið á Vopnafirði varð hins vegar landsfrægt árið 2014 þegar nokkrir íbúar götunnar stofnuðu framboð, Betra Sigtún, þar sem eitt af helstu stefnumálunum var að malbika götuna. Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í aðdraganda kosninganna árið 2014 sögðu forsvarsmenn framboðsins hafa verið svekktir með að gatan væri sú eina sem væri ekki malbikuð í götunni. Grínuðust þau með að þau þyrfti að fara í framboð til að fá þessu breytt. Framboðið hlaut ágæta kosningu í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og myndaði meirihluta með K-lista félagshyggjufólks. Sá meirihluti sprakk árið 2017 og þá myndaði Betra Sigtún meirihluta með B-lista Framsóknarmanna. Framboðin tvo mynduðu svo áfram meirihluta eftir kosningarnar 2018 en Betra Sigtún bauð ekki fram í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Í frétt Austurfréttar kemur fram að malbikun Sigtúns hafi á undanförnum árum strandað á skipulagsmálum, sem úr hafi verið leyst á síðasta kjörtímabili. Því má segja að Betra Sigtúni hafi tekist að efna kosningaloforðið, átta árum eftir að framboðið leit dagsins ljós, þó það sé ekki lengur við völd.
Vopnafjörður Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54 Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54
Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38