Líst ekkert á vefsöluna og vill skerpa á lögum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2022 11:51 Bjarkey segist viss um að Vinstri græn séu ekki ein á báti innan þingsins þegar kemur að andstöðu gegn vefverslun með áfengi. vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir flokkinn mótfallinn því að heimila vefsölu með áfengi. Réttara væri að herða löggjöfina til að koma í veg fyrir að Íslendingar geti stofnað fyrirtæki erlendis og selt áfengi inn á íslenskan markað. Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Heimkaup fór af stað með vefsölu á áfengi í gær. Það gerir fyrirtækið í gegn um danskt fyrirtæki, Heimkaup ApS sem er innan sömu samsteypu, en samkvæmt lögum mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi í vefsölu. Vefverslunum, sem eru skráðar erlendis en stíla inn á íslenskan markað, hefur fjölgað mjög á síðasta ári. „Mér líst náttúrulega ekkert sérstaklega vel á það og mér finnst þetta vera gat í löggjöfinni sem við þurfum alvarlega að velta fyrir okkur hvort við getum náð eitthvað utan um. Þannig að það eru kannski svona fyrstu viðbrögðin við þessu. En mér finnst þetta ekki gott,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi þróun kallaði á breytingu á áfengislögum. Heimila þyrfti vefsölu á Íslandi til að jafna samkeppnisgrundvöll. Hún taldi sátt vera að myndast um það í þinginu. Því er Bjarkey ósammála. Vinstri græn hafi verið mótfallin vefsölu í gegn um tíðina. „Ég held að við séum alls ekki ein á móti þessu. Ég held að við eigum okkur nú liðsmenn innan þingsins eins og hinir sem vilja ná þessu fram. En það hefur ekkert reynt á það hvort það sé meirihluti fyrir þessu eða ekki,“ segir Bjarkey. Málið sé fyrst og fremst lýðheilsumál. Rannsóknir sýni að með auknu framboði og aðgengi að áfengi aukist neyslan. „Það leiðir af sér alls konar vesen og það hefur auðvitað margoft komið fram í þessari umræðu í gegn um árin þegar að þessi mál hafa verið á dagskrá. Þannig að eins og ég segi... Ég tel ekki þörf á því að við séum að bæta eitthvað við þetta,“ segir Bjarkey. Hún telur mikilvægt að þingið taki þessi mál fyrir strax í haust vegna fjölgunar vefverslana með áfengi á íslenskum markaði.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Verslun Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Kærði Heimkaup til lögreglu vegna netverslunar Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á samkeppnismarkaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu. 29. júní 2022 23:02
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49