„Þessu Pro-life fólki er hjartanlega skítsama um líf barna eftir fæðingu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2022 14:37 Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, áréttar að Biblían minnist ekki orði á þungunarrof eða á það hvenær líf hefjist í raun. Hann segir að kristnum mönnum beri að setja sig í spor þeirra þjáðu, sem í tilfelli þungunarrofs séu tilvonandi mæður sem neyðist til að rjúfa þungun. Viðsnúningur Hæstaréttar Bandaríkjanna á fordæmisgefandi dómum um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs hafa eðlilega skapað heitar umræður um réttmæti þungungarrofs. Andstæðingar þungunarrofs vísa í röksemdarfærslum sínum iðulega til Biblíunnar og halda því fram að líf hefjist við getnað sem beri að vernda fram að fæðingu. „Kristnir menn hljóta hins því vera hlynntir þungunarrofi þegar líf móður er í hættu eða ef þannig er fyrir fóstri komið að því er ekki hugað líf – það jafnvel lifi fæðinguna ekki af eða lifi mjög stuttu þjáningarríku lífi,“ segir Davíð í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert skrifað um það í Biblíunni hvenær líf hefjist. „Það eru einhverjar túlkanir sem menn byggja á öðru en ritningunni. Ég sá nú mjög áhugaverða ljósmynd af stúlku sem hafði verið geymd sem fósturvísir í frysti í 27 ár. Þú gætir aldrei geymt barn í frysti í 27 ár, af hverju? Jú það er vegna þess að fósturvísir er ekki barn“ Davíð segist því ekki hafa neinar forsendur til að dæma um það á hvaða stigi fósturvísir verði að barni. Þversögn að vera umhugaðra um líf barna í móðurkviði „Hitt er annað mál að við erum alveg hætt að mæla líf bara í mínútum, við mælum það í lífsgæðum. Þess vegna er náttúrulega áberandi þversögn, eins og einkennir málflutning íhaldsamra kristna manna í Bandaríkjunum, að þeim virðist vera mun umhugaðra um líf barna í móðukviði en eftir fæðinguna.“ Hann furðar sig á því að það skuli ekki koma til greina hjá sama hópi að rétturinn til að eiga skotvopn geti hugsanlega þurft að víkja fyrir rétti barna til að verða ekki myrt í kennslustofum sínum. „Að ekki sé minnst á allt sem heitir félagslegt kerfi, félagslega aðstoð og annað slíkt sem er í skötulíki í Bandaríkjunum einmitt út af þessum sömu öflum. Þannig þetta fólk sem segist pro-life virðist hjartanlega skítsama um líf barna eftir að þau eru fædd, þau eru frekar pro-birth. Þúsundir mótmæltu í New York eftir viðsnúning Hæstaréttar á fordæmisgefandi máli Roe gegn Wade.getty Ekki hægt að kenna trúarbrögðum um Davíð minnir á að ofbeldisfullir öfgatrúarmenn finnist í öllum trúarbrögðum sem fela grimmdarverk á bakvið trúnna. „Það er í raun ekki hægt að kenna trúarbrögðum um þetta. Trúarbrögðin eru það sem þeir sem aðhyllast þeim gera úr þeim. Ef þú ert fordómafullur, hatursfullur og ofbeldishneigður, þá munt þú finna leið til að láta trúarbrögðin þín bakka það upp, hver sem þau eru.“ Þannig sé forræðishyggja og kvenfyrirlitning réttlætt með vísunum í trúarbrögð. Davíð minnir að lokum á að kristin trú og siðareglur presta leggi ríka áherslu að taka afstöðu með þeim sem eiga undir högg að sækja. „Kristnum mönnum ber að setja sig í spor hinna þjáðu, alltaf. Í þessu tilfelli eru það barnshafandi mæður sem eru hinir þjáðu. Það er engin kona að ganga með barn í tuttugu vikur og ákveður að gangast undir þungunarrof, af því bara. Það er væntanlega mikill harmur og sorg á bakvið það, í hvert sinn sem það á sér stað. Þessar mæður eiga að fá huggun og skilning frá kristnu fólki.“ Þungunarrof Þjóðkirkjan Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Viðsnúningur Hæstaréttar Bandaríkjanna á fordæmisgefandi dómum um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs hafa eðlilega skapað heitar umræður um réttmæti þungungarrofs. Andstæðingar þungunarrofs vísa í röksemdarfærslum sínum iðulega til Biblíunnar og halda því fram að líf hefjist við getnað sem beri að vernda fram að fæðingu. „Kristnir menn hljóta hins því vera hlynntir þungunarrofi þegar líf móður er í hættu eða ef þannig er fyrir fóstri komið að því er ekki hugað líf – það jafnvel lifi fæðinguna ekki af eða lifi mjög stuttu þjáningarríku lífi,“ segir Davíð í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert skrifað um það í Biblíunni hvenær líf hefjist. „Það eru einhverjar túlkanir sem menn byggja á öðru en ritningunni. Ég sá nú mjög áhugaverða ljósmynd af stúlku sem hafði verið geymd sem fósturvísir í frysti í 27 ár. Þú gætir aldrei geymt barn í frysti í 27 ár, af hverju? Jú það er vegna þess að fósturvísir er ekki barn“ Davíð segist því ekki hafa neinar forsendur til að dæma um það á hvaða stigi fósturvísir verði að barni. Þversögn að vera umhugaðra um líf barna í móðurkviði „Hitt er annað mál að við erum alveg hætt að mæla líf bara í mínútum, við mælum það í lífsgæðum. Þess vegna er náttúrulega áberandi þversögn, eins og einkennir málflutning íhaldsamra kristna manna í Bandaríkjunum, að þeim virðist vera mun umhugaðra um líf barna í móðukviði en eftir fæðinguna.“ Hann furðar sig á því að það skuli ekki koma til greina hjá sama hópi að rétturinn til að eiga skotvopn geti hugsanlega þurft að víkja fyrir rétti barna til að verða ekki myrt í kennslustofum sínum. „Að ekki sé minnst á allt sem heitir félagslegt kerfi, félagslega aðstoð og annað slíkt sem er í skötulíki í Bandaríkjunum einmitt út af þessum sömu öflum. Þannig þetta fólk sem segist pro-life virðist hjartanlega skítsama um líf barna eftir að þau eru fædd, þau eru frekar pro-birth. Þúsundir mótmæltu í New York eftir viðsnúning Hæstaréttar á fordæmisgefandi máli Roe gegn Wade.getty Ekki hægt að kenna trúarbrögðum um Davíð minnir á að ofbeldisfullir öfgatrúarmenn finnist í öllum trúarbrögðum sem fela grimmdarverk á bakvið trúnna. „Það er í raun ekki hægt að kenna trúarbrögðum um þetta. Trúarbrögðin eru það sem þeir sem aðhyllast þeim gera úr þeim. Ef þú ert fordómafullur, hatursfullur og ofbeldishneigður, þá munt þú finna leið til að láta trúarbrögðin þín bakka það upp, hver sem þau eru.“ Þannig sé forræðishyggja og kvenfyrirlitning réttlætt með vísunum í trúarbrögð. Davíð minnir að lokum á að kristin trú og siðareglur presta leggi ríka áherslu að taka afstöðu með þeim sem eiga undir högg að sækja. „Kristnum mönnum ber að setja sig í spor hinna þjáðu, alltaf. Í þessu tilfelli eru það barnshafandi mæður sem eru hinir þjáðu. Það er engin kona að ganga með barn í tuttugu vikur og ákveður að gangast undir þungunarrof, af því bara. Það er væntanlega mikill harmur og sorg á bakvið það, í hvert sinn sem það á sér stað. Þessar mæður eiga að fá huggun og skilning frá kristnu fólki.“
Þungunarrof Þjóðkirkjan Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira