Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2022 07:00 Hans Jakob Pálsson, Kristján Þorsteinsson og Sævar Pétursson voru þvingaðir af blaðamanni til að stilla sér upp á einni mynd á milli verka. Þeir áttu enn nokkuð verk óunnið en höfðu engar áhyggjur af því enda vanir menn. Vísir/Kolbeinn Tumi Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. Að minnsta kosti í tilfelli 1960 ellefu og tólf ára drengja sem eru á leiðinni á sitt eigið heimsmeistaramót. Keppni hefst klukkan tólf í dag og keppt langt fram á kvöld. „Það er yfirleitt svona, verið að græja þetta fram á síðustu stundu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sem var einn fjórmenninga á fullu við að stika nokkra af keppnisvöllunum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Andri Freyr Björgvinsson dugnaðarforkur var sömuleiðis píndur í myndatökuVísir/Kolbeinn Tumi Spilað verður sjö gegn sjö. Á fimmta tug félaga senda samanlagt tvö hundruð lið til þátttöku. 198 strákalið, með einstaka stelpu í liðinu, og svo eru KA og Þór með stelpulið sem etja kappi við strákana. Sævar segir spennuna alltaf mikla í bænum fyrir mótinu. Reikna má með því að fjórir til fimm fylgi hverjum keppanda á mótið og því fjölgi fólki í bænum um tíu þúsund á meðan mótinu stendur. Leikið er miðvikudag til laugardags en Sævar segir marga staldra við til sunnudags. Borð á fjölmörgum veitingastöðum bæjarins eru fullbókuð næstu kvöld og reikna má með örtröð í einhverja alvinsælustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, með sínum spennandi rennibrautum. Einn af fjölmörgum völlum sem keppt verður á í höfuðstað Norðurlands næstu daga.Vísir/Kolbeinn Tumi En hvað með veðrið? Sævar vísar í veðurspár sem gera ráð fyrir ágætu veðri miðvikudag og fimmtudag. KA-menn vonast bara eftir því að það rigni ekki of mikið þegar á mótið líði. Það geri allt erfiðara þegar sé blautt. En svo verði að taka spám með fyrirvara. Spáð hafi verið úrkomu í gær en ekki fallið dropi úr lofti. Hvernig sem viðrar verður fjörið á Akureyri næstu daga og bætist í fjörið þegar eldri knattspyrnuiðkendur mæta á árlegt Pollamót Þórs. Næstu dagar á Akureyri munu snúast um fótbolta. Íþróttir barna Akureyri KA Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Að minnsta kosti í tilfelli 1960 ellefu og tólf ára drengja sem eru á leiðinni á sitt eigið heimsmeistaramót. Keppni hefst klukkan tólf í dag og keppt langt fram á kvöld. „Það er yfirleitt svona, verið að græja þetta fram á síðustu stundu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sem var einn fjórmenninga á fullu við að stika nokkra af keppnisvöllunum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Andri Freyr Björgvinsson dugnaðarforkur var sömuleiðis píndur í myndatökuVísir/Kolbeinn Tumi Spilað verður sjö gegn sjö. Á fimmta tug félaga senda samanlagt tvö hundruð lið til þátttöku. 198 strákalið, með einstaka stelpu í liðinu, og svo eru KA og Þór með stelpulið sem etja kappi við strákana. Sævar segir spennuna alltaf mikla í bænum fyrir mótinu. Reikna má með því að fjórir til fimm fylgi hverjum keppanda á mótið og því fjölgi fólki í bænum um tíu þúsund á meðan mótinu stendur. Leikið er miðvikudag til laugardags en Sævar segir marga staldra við til sunnudags. Borð á fjölmörgum veitingastöðum bæjarins eru fullbókuð næstu kvöld og reikna má með örtröð í einhverja alvinsælustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, með sínum spennandi rennibrautum. Einn af fjölmörgum völlum sem keppt verður á í höfuðstað Norðurlands næstu daga.Vísir/Kolbeinn Tumi En hvað með veðrið? Sævar vísar í veðurspár sem gera ráð fyrir ágætu veðri miðvikudag og fimmtudag. KA-menn vonast bara eftir því að það rigni ekki of mikið þegar á mótið líði. Það geri allt erfiðara þegar sé blautt. En svo verði að taka spám með fyrirvara. Spáð hafi verið úrkomu í gær en ekki fallið dropi úr lofti. Hvernig sem viðrar verður fjörið á Akureyri næstu daga og bætist í fjörið þegar eldri knattspyrnuiðkendur mæta á árlegt Pollamót Þórs. Næstu dagar á Akureyri munu snúast um fótbolta.
Íþróttir barna Akureyri KA Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira