Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku Elísabet Hanna skrifar 28. júní 2022 17:01 Getty/ Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a> Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34
Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13
Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31