Höfnuðu Degi en hleyptu Hollandi og Slóveníu á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 14:01 Dagur Sigurðsson og hans menn voru sviptir tækifærinu til að komast inn á HM og fengu ekki boðsæti frá IHF. Getty/Slavko Midzor Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur nú tekið ákvörðun um það hvaða tvö landslið fá sérstök boðsæti (e. Wild Card) á HM karla sem fram fer í byrjun næsta árs, í Svíþjóð og Póllandi. Eins og ljóst varð í apríl verður Ísland með á HM og í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi á laugardaginn. Það þýðir að Ísland sleppur við að vera í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Noregi og Þýskalandi, sem og verðandi Afríkumeisturum sem krýndir verða í júlí. Holland og Slóvenía bættust í dag í hóp þeirra liða sem verða á HM. Ákvörðun IHF byggir meðal annars á árangri landsliða á stórmótum síðustu ár og þróun handboltaíþróttarinnar í viðkomandi löndum. Holland tapaði naumlega gegn Portúgal í HM-umspilinu í apríl, samtals 65-61, í síðustu leikjum sínum undir stjórn Erlings Richardssonar. Slóvenía tapaði í sama umspili gegn Serbíu, samtals 57-51. Misstu af möguleikanum vegna hópsmits Ákvörðun IHF hefur í för með sér að úti er um vonir Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í landsliði Japan um að komast á HM. Japanir neyddust til að hætta við keppni á Asíumótinu í janúar, vegna hópsmits af kórónuveirunni, og höfðu því ekki möguleika á að vinna sér inn HM-sæti með árangri á því móti. Japanir missa því af HM eftir að hafa verið með á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð. Ljóst er að fleiri lönd vonuðust eftir boðsæti á HM en IHF gefur ekki upp hvaða lönd það voru. Ísland í efsta flokki Alls hafa 26 landslið nú fengið sæti á HM en enn eru sex laus sæti. Verðandi Norður-Ameríkumeistarar, sem krýndir verða 1. júlí, fá eitt sæti. Fimm Afríkuþjóðir bætast svo við eftir Afríkumótið í Egyptalandi 11.-18. júlí, en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Svona líta styrkleikaflokkarnir fjórir út fyrir dráttinn á laugardag: Flokkur 1: Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Frakkland, Noregur, ÍSLAND, Þýskaland, Afríka 1. Flokkur 2: Katar, Króatía, Belgía, Brasilía, Portúgal, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía. Flokkur 3: Serbía, Ungverjaland, Argentína, Brasilía, Barein, Sádi-Arabía, Afríka 2, Síle, Afríka 3. Flokkur 4: Úrúgvæ, Afríka 4, Íran, Suður-Kórea, Norður-Ameríkumeistararnir, Holland, Slóvenía. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Eins og ljóst varð í apríl verður Ísland með á HM og í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi á laugardaginn. Það þýðir að Ísland sleppur við að vera í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Noregi og Þýskalandi, sem og verðandi Afríkumeisturum sem krýndir verða í júlí. Holland og Slóvenía bættust í dag í hóp þeirra liða sem verða á HM. Ákvörðun IHF byggir meðal annars á árangri landsliða á stórmótum síðustu ár og þróun handboltaíþróttarinnar í viðkomandi löndum. Holland tapaði naumlega gegn Portúgal í HM-umspilinu í apríl, samtals 65-61, í síðustu leikjum sínum undir stjórn Erlings Richardssonar. Slóvenía tapaði í sama umspili gegn Serbíu, samtals 57-51. Misstu af möguleikanum vegna hópsmits Ákvörðun IHF hefur í för með sér að úti er um vonir Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í landsliði Japan um að komast á HM. Japanir neyddust til að hætta við keppni á Asíumótinu í janúar, vegna hópsmits af kórónuveirunni, og höfðu því ekki möguleika á að vinna sér inn HM-sæti með árangri á því móti. Japanir missa því af HM eftir að hafa verið með á síðustu þremur heimsmeistaramótum í röð. Ljóst er að fleiri lönd vonuðust eftir boðsæti á HM en IHF gefur ekki upp hvaða lönd það voru. Ísland í efsta flokki Alls hafa 26 landslið nú fengið sæti á HM en enn eru sex laus sæti. Verðandi Norður-Ameríkumeistarar, sem krýndir verða 1. júlí, fá eitt sæti. Fimm Afríkuþjóðir bætast svo við eftir Afríkumótið í Egyptalandi 11.-18. júlí, en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Svona líta styrkleikaflokkarnir fjórir út fyrir dráttinn á laugardag: Flokkur 1: Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Frakkland, Noregur, ÍSLAND, Þýskaland, Afríka 1. Flokkur 2: Katar, Króatía, Belgía, Brasilía, Portúgal, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía. Flokkur 3: Serbía, Ungverjaland, Argentína, Brasilía, Barein, Sádi-Arabía, Afríka 2, Síle, Afríka 3. Flokkur 4: Úrúgvæ, Afríka 4, Íran, Suður-Kórea, Norður-Ameríkumeistararnir, Holland, Slóvenía.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira