Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 16:27 Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar mun líða lengri tími en óttast var þar til verðbólgan kemst aftur nær verðbólgumarkmiðunum; ásættanleg verðbólga er um 2,5%. Á þessu ári er verðbólgan um 7,5%, á því næsta 4,9%, árið 2024 verður hún um 3,3% en fyrst árið 2025 eru bundnar vonir við að hún nálgist verðbólgumarkmiðið. Stöð 2 Það eru ekki pítsur sem eru að drífa verðbólguna áfram hér á landi, heldur einkum húsnæði sem hækkar sögulega mikið í hverjum mánuði. Á ársgrundvelli hefur verðið verið að hækka um allt að 20% á höfuðborgarsvæðinu. „Það er alveg ljóst að við erum fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir vonbrigði að fyrstu kaupendum sé gert erfiðara fyrir. Hún bendir á að húsnæðismarkaðurinn sé helsti þátturinn sem drífi verðbólguna innanlands.Vísir/Egill Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan ekki í 7,5% heldur 5,5%. „Það sem við getum stýrt hérna á Íslandi er húsnæðismarkaðurinn. Við lendum alltaf þar. Hann er að valda okkur þvílíkum vandræðum og það hefur legið fyrir árum saman,“ segir Drífa. Drífa segir að vandamálið sé of lítið framboð en of mikil eftirspurn er líka talin vandamál. Seðlabankinn reynir nú að stemma stigu við hækkunum á markaðnum með því að gera ríkari kröfur um eigið fé til fyrstu kaupenda, þeir þurfa nú 15% innborgun. Sem seðlabankastjóri hefur sagt að geti þýtt að fleiri þurfi áfram að dvelja í foreldrahúsum - eða á leigumarkaði. „Okkur finnst mjög slæmt þegar það er verið að þrengja að nýjum kaupendum að komast út á fasteignamarkað. Nógu erfitt var það nú fyrir með hækkandi húsnæðisverði. Við þurfum að byggja, þannig að fólk þurfi ekki að fresta lífinu og geti farið að skipuleggja líf sitt sem fullorðnar manneskjur,“ segir Drífa. Efnahagsmál Stéttarfélög Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13 „Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar mun líða lengri tími en óttast var þar til verðbólgan kemst aftur nær verðbólgumarkmiðunum; ásættanleg verðbólga er um 2,5%. Á þessu ári er verðbólgan um 7,5%, á því næsta 4,9%, árið 2024 verður hún um 3,3% en fyrst árið 2025 eru bundnar vonir við að hún nálgist verðbólgumarkmiðið. Stöð 2 Það eru ekki pítsur sem eru að drífa verðbólguna áfram hér á landi, heldur einkum húsnæði sem hækkar sögulega mikið í hverjum mánuði. Á ársgrundvelli hefur verðið verið að hækka um allt að 20% á höfuðborgarsvæðinu. „Það er alveg ljóst að við erum fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir vonbrigði að fyrstu kaupendum sé gert erfiðara fyrir. Hún bendir á að húsnæðismarkaðurinn sé helsti þátturinn sem drífi verðbólguna innanlands.Vísir/Egill Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan ekki í 7,5% heldur 5,5%. „Það sem við getum stýrt hérna á Íslandi er húsnæðismarkaðurinn. Við lendum alltaf þar. Hann er að valda okkur þvílíkum vandræðum og það hefur legið fyrir árum saman,“ segir Drífa. Drífa segir að vandamálið sé of lítið framboð en of mikil eftirspurn er líka talin vandamál. Seðlabankinn reynir nú að stemma stigu við hækkunum á markaðnum með því að gera ríkari kröfur um eigið fé til fyrstu kaupenda, þeir þurfa nú 15% innborgun. Sem seðlabankastjóri hefur sagt að geti þýtt að fleiri þurfi áfram að dvelja í foreldrahúsum - eða á leigumarkaði. „Okkur finnst mjög slæmt þegar það er verið að þrengja að nýjum kaupendum að komast út á fasteignamarkað. Nógu erfitt var það nú fyrir með hækkandi húsnæðisverði. Við þurfum að byggja, þannig að fólk þurfi ekki að fresta lífinu og geti farið að skipuleggja líf sitt sem fullorðnar manneskjur,“ segir Drífa.
Efnahagsmál Stéttarfélög Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13 „Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16
Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13
„Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10