Íris Anna og Daníel Ingi unnu flest gull á meistaramótinu í frjálsum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 14:32 Íris Anna Skúladóttir (númer 3042) á ferðinni á MÍ um helgina en hún vann þrenn gullverðlaun. Hún er hér á milli þeirra Írisar Dóru Snorradóttur úr FH og Sigþóru Brynju Kristjánsdóttur úr UFA. Instagram/@icelandathletics FH-ingarnir Íris Anna Skúladóttir og Daníel Ingi Egilsson voru sigursælust á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fór fram á heimavelli þeirra í Kaplakrika um helgina. Íris Anna og Daníel Ingi unnu bæði þrenn gullverðlaun á mótinu. Íris Anna vann 1500 metra hlaup og 3000 metra hlaup auk þess að vera í sigursveit FH í 4x400m boðhlaupi kvenna ásamt þeim Írisi Dóru Snorradóttur, Elínu Sóleyju Sigurbjörnsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Daníel Ingi vann bæði langstökk og þrístökk og var í sigursveit FH-inga í 4x100m boðhlaupi ásamt Kolbeini Heði Gunnarssyni, Daða Lár Jónssyni og Bjarna Páli Pálssyni. Hann stökk 14,78 metra í þrístökki og 6,92 metra í langstökki. ÍR-ingarnir Guðni Valur Guðnason og Ingibjörg Sigurðardóttir unnu bæði tvö gull eins og FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir. Guðni vann kringlukast og kúluvarp, Ingibjörg vann 400 metra hlaup 40 metra grindarhlaup en Irma vann bæði þristökk og langstökk. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson og ÍR-ingurinn Tiana Ósk Witworth náðu mestu afrekum mótsins þegar kemur að stigagjöf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hilmar Örn vann sleggjukast karla með kasti upp á 75,20 metra sem er nýtt mótsmet hjá Hilmari en kastið gaf honum 1120 stig. Tiana Ósk Witworth vann 100 metra hlaup kvenna á tímanum 11,69 sekúndum sem gefur 1054 árangursstig. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu alls 79,5 stig. Þau fengu fjórtán gull, sextán silfur og sex bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 51,5 stig og Fjölnir í því þriðja með 23 stig. Silfrið fór vel yfir úrslitin á mótinu og má finna þá umfjöllun hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Íris Anna og Daníel Ingi unnu bæði þrenn gullverðlaun á mótinu. Íris Anna vann 1500 metra hlaup og 3000 metra hlaup auk þess að vera í sigursveit FH í 4x400m boðhlaupi kvenna ásamt þeim Írisi Dóru Snorradóttur, Elínu Sóleyju Sigurbjörnsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Daníel Ingi vann bæði langstökk og þrístökk og var í sigursveit FH-inga í 4x100m boðhlaupi ásamt Kolbeini Heði Gunnarssyni, Daða Lár Jónssyni og Bjarna Páli Pálssyni. Hann stökk 14,78 metra í þrístökki og 6,92 metra í langstökki. ÍR-ingarnir Guðni Valur Guðnason og Ingibjörg Sigurðardóttir unnu bæði tvö gull eins og FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir. Guðni vann kringlukast og kúluvarp, Ingibjörg vann 400 metra hlaup 40 metra grindarhlaup en Irma vann bæði þristökk og langstökk. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson og ÍR-ingurinn Tiana Ósk Witworth náðu mestu afrekum mótsins þegar kemur að stigagjöf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hilmar Örn vann sleggjukast karla með kasti upp á 75,20 metra sem er nýtt mótsmet hjá Hilmari en kastið gaf honum 1120 stig. Tiana Ósk Witworth vann 100 metra hlaup kvenna á tímanum 11,69 sekúndum sem gefur 1054 árangursstig. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu alls 79,5 stig. Þau fengu fjórtán gull, sextán silfur og sex bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 51,5 stig og Fjölnir í því þriðja með 23 stig. Silfrið fór vel yfir úrslitin á mótinu og má finna þá umfjöllun hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira