Lögregla stöðvaði bifreiðina skömmu seinna og voru mennirnir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Fyrr um nóttina barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu önnur tilkynning um innbrot og þjófnað í veitingasölu í miðborginni. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn stuttu síðar, grunaður um innbrotið, og reynist hann hafa stolnar vörur á sér.
Maðurinn var skorinn á höndum og fluttur á Landspítala.
Lögreglu barst einnig tilkynning um umferðaróhapp þar sem vélhjóli var ekið á móti umferð og á bifreið. Ökumaður vélhjólsins, sem reyndist 15 ára drengur og ekki með gild ökuréttindi, reyndi strax eftir óhappið að segja hjólið aftur í gang og er talinn hafa ætlað að yfirgefa vettvang en náði því ekki.
Forráðamaður drengsins var „skráður í málið“, eins og segir í dagbók lögreglu, og verður tilkynning send til barnaverndar.