Innlent

Rændi Nettó og flúði af vettvangi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Verslunin Nettó í Lágmúla var rænd fyrr í kvöld og flúði ræninginn af vettvangi. Mynd tengist frétt ekki beint.
Verslunin Nettó í Lágmúla var rænd fyrr í kvöld og flúði ræninginn af vettvangi. Mynd tengist frétt ekki beint. Nettó

Mat­vöru­versl­un­in Nettó í Lág­múla var rænd fyrr í kvöld. Að sögn vitna sló ræn­ing­inn til starfsmanns, tók pening úr kassanum og flúði af vettvangi. Engan sakaði í árásinni og vinnur lögreglan nú að rannsókn málsins.

Þegar blaðamaður hringdi í verslun Nettó í Lágmúla sagði starfsmaður að lögreglan væri á förum eftir að hafa skoðað eftirlitsmyndavélar í búðinni og tekið skýrslur af vitnum. 

Að sögn starfsmannsins, sem var sjálfur ekki vitni að ráninu en sá framvindu þess í öryggismyndavélum, kom maðurinn fyrst að kassanum og bað um að fá að skipta fimmþúsund króna seðli í fimm þúsundkalla. 

Maðurinn hefði síðan tekið upp á því að teygja sig yfir borðið og stinga höndinni ofan í kassann. Í kjölfarið hefði afgreiðslumaður reynt að stöðva manninn en ekki tekist það. Ræninginn hljóp strax í kjölfarið upp í bíl og flúði af vettvangi.

Engan sakaði í ráninu og samkvæmt starfsmanni eru þeir starfsmenn sem voru viðstaddir ránið ýmist komnir heim eða á leið heim. Einnig sagði starfsmaðurinn að lögreglan væri að vinna í málinu og hefðu mann grunaðan.

Ekki náðist í lögregluna við gerð fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×