Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. júní 2022 21:30 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47