Matarverðshækkanir og tollar Ólafur Stephensen skrifar 24. júní 2022 10:30 Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni. Greinarhöfundur er í síðarnefnda hópnum og sagði eftirfarandi í morgunfréttum RÚV 15. júní síðastliðinn: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Hagfræðingnum skjöplast Þessi ummæli gerði Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, að umtalsefni í grein sem hún skrifaði hér á Vísi sama dag. Erna dró í efa að innfluttu vörurnar hefðu hækkað og skrifaði: „Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið.“ Hér skjöplast hagfræðingnum reyndar. Það er ekkert beint samhengi á milli þess hvort verð á innfluttri vöru hækkar eða lækkar og hvort innflytjendur bjóða hærra eða lægra í tollkvóta. Þar ræður ýmislegt annað, til dæmis eftirspurn á markaði og framboð á innlendri vöru. Sjálft útboðskerfið, þar sem hæstbjóðendur hreppa tollkvótana, hvetur til þess að innflytjendur bjóði sífellt hærra verð fyrir að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru, allt þar til útboðsgjaldið og fjármagnskostnaður innflytjanda af því að greiða það fyrirfram er farinn að nálgast fullan toll á vörunni. Þetta hefur Félag atvinnurekenda margoft bent á. Innlendir framleiðendur drífa áfram hækkanir á útboðsgjaldi Hagfræðingurinn gleymir líka að nefna að það eru ekki félagsmenn FA, heldur félagar Ernu í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði sem drífa áfram hækkanir útboðsgjalds (og þar með verðhækkanir) á ýmsum innfluttum búvörum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni eru innlendir bændur og afurðastöðvar orðin stórtækir innflytjendur á kjötvörum, í sumum flokkum búvöru þeir langstærstu. Þannig buðu innlendir framleiðendur hæst í tollkvóta fyrir svínakjöt í síðasta útboði á ESB-tollkvóta og fengu Stjörnugrís, Sláturfélag Suðurlands, Mata og Kjarnafæði samtals 90% af honum í sinn hlut. Það þýðir í raun að innlendu framleiðendurnir hafa varið sig fyrir samkeppni frá innflutningi og ráða verðinu á honum. Það er ekki gott fyrir neytendur. Innlendir framleiðendur bjóða líka sífellt hærra í tollkvóta fyrir nautakjöt og alifuglakjöt. Í síðasta útboði á WTO-tollkvóta var það þannig Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem hreppti tvo þriðjuhluta af nautakjötskvótanum og Mata, systurfélag Síldar og fisks (Ali) og Matfugls, sem náði í helming alifuglakjötskvótans. Ný niðurstaða á átta dögum Í gær, 23. júní, skrifaði Erna nýja grein á Vísi og bar saman hækkanir á búvörum á Íslandi og í Danmörku. Þau gögn sem hún birtir sýna að verð hafi hækkað meira í Danmörku en á Íslandi. Nú ber svo við að hagfræðingurinn dregur allt aðra ályktun en átta dögum áður; nú telur hún að innfluttar búvörur hækki meira í verði en þær innlendu: „Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“ Tillaga um tollalækkun Ég læt Ernu eftir að gera upp við sig hvort innfluttar búvörur séu að hækka meira í verði en þær innlendu eður ei. Ég ætla að halda mig við mína tillögu (sem Neytendasamtökin hafa til dæmis líka gert að sinni); að stjórnvöld lækki tolla á innfluttum búvörum til að mæta miklum verðhækkunum og stuðli þannig að því að halda aftur af verðbólgunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Verðlag Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni. Greinarhöfundur er í síðarnefnda hópnum og sagði eftirfarandi í morgunfréttum RÚV 15. júní síðastliðinn: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Hagfræðingnum skjöplast Þessi ummæli gerði Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, að umtalsefni í grein sem hún skrifaði hér á Vísi sama dag. Erna dró í efa að innfluttu vörurnar hefðu hækkað og skrifaði: „Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið.“ Hér skjöplast hagfræðingnum reyndar. Það er ekkert beint samhengi á milli þess hvort verð á innfluttri vöru hækkar eða lækkar og hvort innflytjendur bjóða hærra eða lægra í tollkvóta. Þar ræður ýmislegt annað, til dæmis eftirspurn á markaði og framboð á innlendri vöru. Sjálft útboðskerfið, þar sem hæstbjóðendur hreppa tollkvótana, hvetur til þess að innflytjendur bjóði sífellt hærra verð fyrir að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru, allt þar til útboðsgjaldið og fjármagnskostnaður innflytjanda af því að greiða það fyrirfram er farinn að nálgast fullan toll á vörunni. Þetta hefur Félag atvinnurekenda margoft bent á. Innlendir framleiðendur drífa áfram hækkanir á útboðsgjaldi Hagfræðingurinn gleymir líka að nefna að það eru ekki félagsmenn FA, heldur félagar Ernu í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði sem drífa áfram hækkanir útboðsgjalds (og þar með verðhækkanir) á ýmsum innfluttum búvörum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni eru innlendir bændur og afurðastöðvar orðin stórtækir innflytjendur á kjötvörum, í sumum flokkum búvöru þeir langstærstu. Þannig buðu innlendir framleiðendur hæst í tollkvóta fyrir svínakjöt í síðasta útboði á ESB-tollkvóta og fengu Stjörnugrís, Sláturfélag Suðurlands, Mata og Kjarnafæði samtals 90% af honum í sinn hlut. Það þýðir í raun að innlendu framleiðendurnir hafa varið sig fyrir samkeppni frá innflutningi og ráða verðinu á honum. Það er ekki gott fyrir neytendur. Innlendir framleiðendur bjóða líka sífellt hærra í tollkvóta fyrir nautakjöt og alifuglakjöt. Í síðasta útboði á WTO-tollkvóta var það þannig Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem hreppti tvo þriðjuhluta af nautakjötskvótanum og Mata, systurfélag Síldar og fisks (Ali) og Matfugls, sem náði í helming alifuglakjötskvótans. Ný niðurstaða á átta dögum Í gær, 23. júní, skrifaði Erna nýja grein á Vísi og bar saman hækkanir á búvörum á Íslandi og í Danmörku. Þau gögn sem hún birtir sýna að verð hafi hækkað meira í Danmörku en á Íslandi. Nú ber svo við að hagfræðingurinn dregur allt aðra ályktun en átta dögum áður; nú telur hún að innfluttar búvörur hækki meira í verði en þær innlendu: „Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“ Tillaga um tollalækkun Ég læt Ernu eftir að gera upp við sig hvort innfluttar búvörur séu að hækka meira í verði en þær innlendu eður ei. Ég ætla að halda mig við mína tillögu (sem Neytendasamtökin hafa til dæmis líka gert að sinni); að stjórnvöld lækki tolla á innfluttum búvörum til að mæta miklum verðhækkunum og stuðli þannig að því að halda aftur af verðbólgunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun