Geta endanlega kveðið KR-grýluna í kút og sparkað henni út á hafsauga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:00 Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks á Meistaravöllum. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann loks sigur á KR er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta þann 25. apríl síðastliðinn. Þau mætast á nýjan leik á Kópavogsvelli í kvöld og getur topplið deildarinnar endanlega kveðið KR-grýlu sína í kútinn. Fyrir leikinn á Meistaravöllum undir lok apríl mánaðar höfðu KR-ingar haft gríðarlegt tak á grænklæddum Blikum. Fara þurfti aftur til 7. ágúst 2018 til að finna síðasta sigur Breiðabliks. Nú er öldin önnur og meira að segja hörðustu KR-ingar eiga erfitt með að sjá liðið ná í úrslit í kvöld. Á meðan Breiðablik hefur verið svo gott sem óstöðvandi í sumar, ef frá er talinn einn leikur á Hlíðarenda, þá hefur KR hikstað. Spilamennska KR-inga hefur á löngum köflum verið ágæt í sumar en illa hefur gengið að koma tuðrunni yfir línuna. Sem dæmi má benda á fyrri leik liðanna en þar hafði KR mikla yfirburði í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik komst yfir í upphafi þess síðari var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Skýrslan@KRreykjavik - @BreidablikFC pic.twitter.com/38UHEzqZAs— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022 Sá leikur kom sérstaklega á óvart þar sem Breiðablik spilaði töluvert einfaldari bolta en oft áður. Það virkaði heldur betur þar sem tvíeykið úr Mosfellsbæ – Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson – sáu um að tryggja stigin þrjú. Breiðablik mun eflaust leggja upp með stífari sóknarleik á Kópavogsvelli í kvöld enda mæta KR-ingar heldur vængbrotnir til leiks. Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson eru fjarri góðu gamni. Þá er spurning hversu leikfærir Pálmi Rafn Pálmason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason eru. Kristinn Jónsson verður ekki með KR í kvöld.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn missti af leiknum gegn ÍA en spilaði svo allan leikinn gegn Stjörnunni á mánudaginn var. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu gegn ÍA, í fyrsta skipti í sumar, en þurfti að koma af velli. Hann spilaði svo síðustu mínúturnar gegn Stjörnunni. Kjartan Henry var svo tekinn af velli gegn Stjörnunni þegar KR vantaði mark en skömmu áður ku hann hafa beðist undan við að taka vítaspyrnu sem fór svo forgörðum. Þó Blikar hafi hikstað eftir að Besta deildin fór aftur af stað eftir landsleikjahlé þá minnti liðið heldur betur á sig gegn KA á mánudag. Nú er komið að því að kveða KR-grýluna endanlega í kútinn og sparka henni svo langt í burtu að hún sést aldrei aftur. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Sjá meira
Fyrir leikinn á Meistaravöllum undir lok apríl mánaðar höfðu KR-ingar haft gríðarlegt tak á grænklæddum Blikum. Fara þurfti aftur til 7. ágúst 2018 til að finna síðasta sigur Breiðabliks. Nú er öldin önnur og meira að segja hörðustu KR-ingar eiga erfitt með að sjá liðið ná í úrslit í kvöld. Á meðan Breiðablik hefur verið svo gott sem óstöðvandi í sumar, ef frá er talinn einn leikur á Hlíðarenda, þá hefur KR hikstað. Spilamennska KR-inga hefur á löngum köflum verið ágæt í sumar en illa hefur gengið að koma tuðrunni yfir línuna. Sem dæmi má benda á fyrri leik liðanna en þar hafði KR mikla yfirburði í fyrri hálfleik en eftir að Breiðablik komst yfir í upphafi þess síðari var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Skýrslan@KRreykjavik - @BreidablikFC pic.twitter.com/38UHEzqZAs— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022 Sá leikur kom sérstaklega á óvart þar sem Breiðablik spilaði töluvert einfaldari bolta en oft áður. Það virkaði heldur betur þar sem tvíeykið úr Mosfellsbæ – Ísak Snær Þorvaldsson og Jason Daði Svanþórsson – sáu um að tryggja stigin þrjú. Breiðablik mun eflaust leggja upp með stífari sóknarleik á Kópavogsvelli í kvöld enda mæta KR-ingar heldur vængbrotnir til leiks. Kristinn Jónsson og Grétar Snær Gunnarsson eru fjarri góðu gamni. Þá er spurning hversu leikfærir Pálmi Rafn Pálmason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason eru. Kristinn Jónsson verður ekki með KR í kvöld.Vísir/Vilhelm Pálmi Rafn missti af leiknum gegn ÍA en spilaði svo allan leikinn gegn Stjörnunni á mánudaginn var. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu gegn ÍA, í fyrsta skipti í sumar, en þurfti að koma af velli. Hann spilaði svo síðustu mínúturnar gegn Stjörnunni. Kjartan Henry var svo tekinn af velli gegn Stjörnunni þegar KR vantaði mark en skömmu áður ku hann hafa beðist undan við að taka vítaspyrnu sem fór svo forgörðum. Þó Blikar hafi hikstað eftir að Besta deildin fór aftur af stað eftir landsleikjahlé þá minnti liðið heldur betur á sig gegn KA á mánudag. Nú er komið að því að kveða KR-grýluna endanlega í kútinn og sparka henni svo langt í burtu að hún sést aldrei aftur. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Sjá meira