Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2022 19:20 Mætti halda að seðlabankastjóri horfi til himins í bæn um lækkun verðbólgu en hann rökstuddi skarpar hækkanir Seðlabankans á meginvöxtum á fundi í morgun. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Beint samhengi er á milli verðbólgu og vaxta því Seðlabankanum ber að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Hér sjáum við myndrænt hvernig þróunin hefur verið frá vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst vorið 2019 þegar meginvextir voru lækkaðir úr 4,5 prósentum í fjögur og verðbólgan var um þrjú prósent. Eftir það tók við hver vaxtalækkunin af annarri þar til þeir voru 0,75 prósent og höfðu þá aldrei verið lægri. Á einu ári hefur síðan hallað á ógæfuhliðina með vaxandi verðbólgu í kovidfaraldi og síðan innrás Rússa í Úkraínu. Ásgeir Jónsson í svipaðri stellingu og John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var á frægri mynd. Seðlabankastjóri hefur þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mjög mikilvægt að ná verðbólgunni niður eins hratt og hægt væri. „Við teljum að við þurfum að bregðast tiltölulega skarpt við til að ná tökum á þessari verðbólgu sem komin er fram. Það sé betra að bregðast fljótt við. Þá getum við náð stjórn á þessu og þá vonandi getum við lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Heimilin standi tiltölulega vel þar sem mörg þeirra hafi nú lán á nafnvöxtum og raunvextir þessara lána enn neikvæðir. „Við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að reyna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að verða til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri mikilvægt að allir stæðu saman eins og gert hafi verið í þjóðarsáttar- og lífskjarasamningunum. „Okkur er sama hvað þeir heita svo lengi sem það felur í sér að allir aðilar séu að vinna saman. Sýni skilning á þeim vanda sem við erum að eiga við,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Beint samhengi er á milli verðbólgu og vaxta því Seðlabankanum ber að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Hér sjáum við myndrænt hvernig þróunin hefur verið frá vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst vorið 2019 þegar meginvextir voru lækkaðir úr 4,5 prósentum í fjögur og verðbólgan var um þrjú prósent. Eftir það tók við hver vaxtalækkunin af annarri þar til þeir voru 0,75 prósent og höfðu þá aldrei verið lægri. Á einu ári hefur síðan hallað á ógæfuhliðina með vaxandi verðbólgu í kovidfaraldi og síðan innrás Rússa í Úkraínu. Ásgeir Jónsson í svipaðri stellingu og John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var á frægri mynd. Seðlabankastjóri hefur þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mjög mikilvægt að ná verðbólgunni niður eins hratt og hægt væri. „Við teljum að við þurfum að bregðast tiltölulega skarpt við til að ná tökum á þessari verðbólgu sem komin er fram. Það sé betra að bregðast fljótt við. Þá getum við náð stjórn á þessu og þá vonandi getum við lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Heimilin standi tiltölulega vel þar sem mörg þeirra hafi nú lán á nafnvöxtum og raunvextir þessara lána enn neikvæðir. „Við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að reyna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að verða til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri mikilvægt að allir stæðu saman eins og gert hafi verið í þjóðarsáttar- og lífskjarasamningunum. „Okkur er sama hvað þeir heita svo lengi sem það felur í sér að allir aðilar séu að vinna saman. Sýni skilning á þeim vanda sem við erum að eiga við,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira