Töskurnar fóru með út en komust ekki í hendur farþega Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 11:32 Guðni Sigurðsson er sérfræðingur á samskiptasviði Icelandair. Vísir Allur farangur sem farþegar tóku með sér í flug Icelandair til Amsterdam á mánudag fylgdi þeim út. Vegna manneklu á Schipol-flugvelli komst farangurinn hins vegar ekki til farþega að flugi loknu. Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði. Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði.
Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira