Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:00 Leikmenn ÍBV fagna öðru marki sínu þar sem um greinilega rangstöðu var að ræða. Vísir/Diego Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg. Fram og ÍBV gerðu jafntefli í einkar fjörum leik á mánudagskvöld. Annað mark gestanna frá Vestmannaeyjum fór í taugarnar á heimamönnum og réttilega. Í Stúkunni á mánudag var ekki hægt að sjá nákvæmlega hvað það var sem fór í taugarnar á heimamönnum en þökk sé nýju myndefni var hægt að skoða það í þætti gærdagsins. Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Hér sjáum við markið sem Andri Rúnar skorar. Hér er Þórir (Guðjónsson) að sparka boltanum fram, hann er meiddur og sest niður,“ segir Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi. Í kjölfarið sést að aðstoðardómarinn biður Þóri um að koma af velli, sem hann og gerir. Þetta gerir það að verkum að aðstoðardómarinn er ekki í línu og sér því ekki þegar Andri Rúnar fær sendingu í gegnum vörn Fram sem hann afgreiddi snyrtilega milli fóta Ólafs Íshólm í marki Fram. Þórir Guðjónsson meiddist í aðdraganda marksins.Vísir/Diego „En Andri Rúnar er klárlega fyrir innan þarna. Í raun eina sem er hægt að segja er að þetta eru mistök hjá aðstoðardómaranum,“ bætti Guðmundur við. „Það er þannig. Ég svo sem kann þessa reglu svo illa en við erum búin að fá góðar útskýringar á því að þetta eru bara mistök. Hann er ekki í línu, sér ekki línuna og treystir sér því ekki til að flagga rangstöðu – eftir að hafa gefið Þóri leyfi til að fara af velli,“ sagði Reynir Leósson um atvikið. „Þórir hefði ekki getað farið sjálfur af velli því að þá hefði hann getað verið að nýta sér það að reyna gera Andra Rúnar rangstæðan með því að stíga út fyrir og vera ekki hluti af leiknum. En hann fékk leyfi en það var bara orðið of seint,“ bætti Guðmundur við. „Ég helt þetta væri þannig og þess vegna hefði aðstoðardómarinn ekki flaggað því Þórir ætlaði að fara af velli til að gera Andra Rúnar rangstæðan. Þetta voru bara mistök, auðvitað gera allir mistök en þessi voru afdrifarík,“ sagði Reynir. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði þó á að hrósa dómaranum fyrir að giska ekki út í bláinn. „Ótrúlega skondið atvik einhvern veginn. Mér finnst vel gert hjá aðstoðardómaranum að ef hann sér ekki atvikið þá getur hann ekki dæmt það. Hann er eflaust að meta þetta þannig að hann hafi ekki séð það.“ Klippa: Stúkan: Nýtt myndefni af öðru marki ÍBV gegn Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stúkan Fram ÍBV Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Fram og ÍBV gerðu jafntefli í einkar fjörum leik á mánudagskvöld. Annað mark gestanna frá Vestmannaeyjum fór í taugarnar á heimamönnum og réttilega. Í Stúkunni á mánudag var ekki hægt að sjá nákvæmlega hvað það var sem fór í taugarnar á heimamönnum en þökk sé nýju myndefni var hægt að skoða það í þætti gærdagsins. Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Hér sjáum við markið sem Andri Rúnar skorar. Hér er Þórir (Guðjónsson) að sparka boltanum fram, hann er meiddur og sest niður,“ segir Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi. Í kjölfarið sést að aðstoðardómarinn biður Þóri um að koma af velli, sem hann og gerir. Þetta gerir það að verkum að aðstoðardómarinn er ekki í línu og sér því ekki þegar Andri Rúnar fær sendingu í gegnum vörn Fram sem hann afgreiddi snyrtilega milli fóta Ólafs Íshólm í marki Fram. Þórir Guðjónsson meiddist í aðdraganda marksins.Vísir/Diego „En Andri Rúnar er klárlega fyrir innan þarna. Í raun eina sem er hægt að segja er að þetta eru mistök hjá aðstoðardómaranum,“ bætti Guðmundur við. „Það er þannig. Ég svo sem kann þessa reglu svo illa en við erum búin að fá góðar útskýringar á því að þetta eru bara mistök. Hann er ekki í línu, sér ekki línuna og treystir sér því ekki til að flagga rangstöðu – eftir að hafa gefið Þóri leyfi til að fara af velli,“ sagði Reynir Leósson um atvikið. „Þórir hefði ekki getað farið sjálfur af velli því að þá hefði hann getað verið að nýta sér það að reyna gera Andra Rúnar rangstæðan með því að stíga út fyrir og vera ekki hluti af leiknum. En hann fékk leyfi en það var bara orðið of seint,“ bætti Guðmundur við. „Ég helt þetta væri þannig og þess vegna hefði aðstoðardómarinn ekki flaggað því Þórir ætlaði að fara af velli til að gera Andra Rúnar rangstæðan. Þetta voru bara mistök, auðvitað gera allir mistök en þessi voru afdrifarík,“ sagði Reynir. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði þó á að hrósa dómaranum fyrir að giska ekki út í bláinn. „Ótrúlega skondið atvik einhvern veginn. Mér finnst vel gert hjá aðstoðardómaranum að ef hann sér ekki atvikið þá getur hann ekki dæmt það. Hann er eflaust að meta þetta þannig að hann hafi ekki séð það.“ Klippa: Stúkan: Nýtt myndefni af öðru marki ÍBV gegn Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stúkan Fram ÍBV Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn