Lið í Kenía leikur í búningum Stjörnunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 08:01 Garden Ego FC í nýjum búningum sínum. Garden Ego FC Lið Garden Ego FC í Kenía leikur nú leiki sína í búningum Stjörnunnar. Geta leikmenn liðsins þakkað íslenska félaginu fyrir þessa veglegu gjöf en ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir Eric Ndayisaba. Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira