Lið í Kenía leikur í búningum Stjörnunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 08:01 Garden Ego FC í nýjum búningum sínum. Garden Ego FC Lið Garden Ego FC í Kenía leikur nú leiki sína í búningum Stjörnunnar. Geta leikmenn liðsins þakkað íslenska félaginu fyrir þessa veglegu gjöf en ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir Eric Ndayisaba. Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn