Nokkur hófsöm orð um námsmat Guðjón H. Hauksson skrifar 21. júní 2022 11:30 „Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Svona hljómar fyrirsögn fréttar Vísis eftir smellin ummæli í síðustu skólaslitaræðu míns gamla skólameistara sem kvaddi Menntaskólann á Akureyri eftir 42 ár sem kennari og skólameistari við skólann. Athöfnin var hátíðleg og ræða skólameistara góð. Einu sinni var undirritaður á stórri ráðstefnu og hélt þar málstofu um námsmatsaðferðir í ferðamálafræði sem ég kenndi ásamt öðrum í MA. Þar mættu alls þrír. Jóni Má Héðinssyni tókst með sínu hressilega orðalagi aldeilis að koma þessu mikilvæga málefni á dagskrá. Fyrir það vil ég þakka. Jón Már verður að svara sjálfur fyrir sín hlöðnu orð en auðvitað eru þau að hluta til alveg rétt. Ég get þó ekki verið fullkomlega sammála því að lokapróf hafi aldrei haft nokkuð með menntun og nám að gera. Það er fulldjúpt í árina tekið, tel ég vera, þrátt fyrir að ákveðinn elítismi lifi enn í framhaldsskólunum. Berglind Rós Magnúsdóttir og fleiri hafa m.a. fjallað um félagslega aðgreiningu og framhaldsskóla í rannsóknum sínum. Nóg um það í bili. Jón Már lagði í ræðu sinni höfuðáherslu á að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í MA. Þá held ég að hann sé að tala um að það megi aldrei leggja einn algildan mælikvarða á hóp nemenda og þannig vinsa frá það fólk sem ekki uppfyllir t.d. viðmið um fullkomna stafsetningu, hárrétt málfar, einu og réttu aðferðina við útreikninginn og fullkomið vald á APA heimildaskráningu og hvað þá viðmið um viðeigandi athygli, hegðun, aga og einbeitingu. Við þekkjum gömlu myndina af ólíkum dýrum sem fá það verkefni að klifra upp í tré og eru öll metin á sama hátt. Í þessu samhengi verður að koma skýrt fram að staðan í íslenskum framhaldsskólum í dag er allt önnur en hún var fyrir um 50 árum síðan þegar aðeins lágt hlutfall í hverjum árgangi hélt áfram menntun eftir skyldunámið. Nú er það svo að nánast hvert mannsbarn heldur áfram námi eftir grunnskóla, enda námsframboðið gríðarlegt í fjölbreyttum framhaldsskólum og á sama tíma hefur brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum heldur minnkað. Á þessum tíma hefur áhersla á stór lokapróf snarminnkað og sömuleiðis hefur fjölbreytni verkefna og námsmats aukist til allra muna. Þannig hefur starf kennara líka snarbreyst á stuttum tíma og við komin langt frá þeim veruleika sem stundum er dreginn upp, að kennarinn sé eins og predikarinn sem fer bara með sína rullu alla önnina og skellir svo á stóru prófi í lokin þar sem allt er undir fyrir nemendur að standast prófið eða þurfa að endurtaka leiðindin ella. Staðan er allt önnur. Kennarar keppast við að nálgast nemendur þar sem eru staddir og reyna sitt besta til þess að byggja á styrkleikum þeirra. Verkefnaskil felast jafnvel í söng, leikþáttum, myndböndum, fyrirlestrum eða ritgerðum; einnig hefur áhersla á hópavinnu aukist jafnt og þétt. Þess vegna er svo mikilvægt að kerfið styðji við þessa vinnu kennara og að þeim sé tryggður nægur tími til þess að skipuleggja og annast réttmætt og áreiðanlegt námsmat. Mikilvægasti þátturinn í námsmatinu er að sjálfsögðu að það sé leiðbeinandi þannig að nemandinn taki sífellt framförum undir vökulum augum kennara sinna. En námsmat getur aldrei losnað undan því hlutverki að vera útilokandi líka. Einhverjir nemendur ná ekki þeim markmiðum sem sett eru á ákveðnum námsleiðum og námsmatið verður að fá að leiða það í ljós. Þau sem ekki ná settum markmiðum á einum stað geta örugglega fundið sinn farveg á öðrum stað og það á ekki að vera áfellisdómur, heldur leiðbeiningar um að hæfileikar viðkomandi liggi á öðrum sviðum. Námsmat er mikilvægur þáttur í öllum menntakerfum og mjög veigamikill partur af vinnu kennara. Raunar er það svo að á Íslandi er lokaeinkunn í áfanga stjórnvaldsákvörðun. Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og reglugerð um starfslið framhaldsskóla er kennurum falið að annast og bera ábyrgð á námsmati. Enda verður námsmat aldrei slitið frá kennslu og mismunandi kennsluaðferðum. Einnig er fjölbreytt námsmat, þar sem horft er til styrkleika hvers og eins og reynt að byggja á þeim, nátengt umsjónarstarfi með nemendum, sem verður sífellt viðameiri þáttur í kennarastarfinu. Námsmatið verður því alltaf að vera í höndum kennaranna sjálfra og það verður með öllum ráðum að tryggja það að kennarinn fái nægan tíma til þess að móta það og stýra út frá sínu fagsviði, sinni starfskenningu, samhengi hvers námshóps, skólabrag og svo auðvitað aðalnámskrá, lögum og reglugerðum og kjarasamningum. Kennarar, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingar og stjórnendur í öllum framhaldsskólum eru í sífelldri vinnu við að stilla af og betrumbæta námsmat, starfsumhverfi nemenda, kennsluhætti og allt stoðkerfi utan um nemendur með þeirra menntun og farsæld fyrir augum. Þessari vinnu má gjarnan hampa og styðja að verðleikum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Svona hljómar fyrirsögn fréttar Vísis eftir smellin ummæli í síðustu skólaslitaræðu míns gamla skólameistara sem kvaddi Menntaskólann á Akureyri eftir 42 ár sem kennari og skólameistari við skólann. Athöfnin var hátíðleg og ræða skólameistara góð. Einu sinni var undirritaður á stórri ráðstefnu og hélt þar málstofu um námsmatsaðferðir í ferðamálafræði sem ég kenndi ásamt öðrum í MA. Þar mættu alls þrír. Jóni Má Héðinssyni tókst með sínu hressilega orðalagi aldeilis að koma þessu mikilvæga málefni á dagskrá. Fyrir það vil ég þakka. Jón Már verður að svara sjálfur fyrir sín hlöðnu orð en auðvitað eru þau að hluta til alveg rétt. Ég get þó ekki verið fullkomlega sammála því að lokapróf hafi aldrei haft nokkuð með menntun og nám að gera. Það er fulldjúpt í árina tekið, tel ég vera, þrátt fyrir að ákveðinn elítismi lifi enn í framhaldsskólunum. Berglind Rós Magnúsdóttir og fleiri hafa m.a. fjallað um félagslega aðgreiningu og framhaldsskóla í rannsóknum sínum. Nóg um það í bili. Jón Már lagði í ræðu sinni höfuðáherslu á að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í MA. Þá held ég að hann sé að tala um að það megi aldrei leggja einn algildan mælikvarða á hóp nemenda og þannig vinsa frá það fólk sem ekki uppfyllir t.d. viðmið um fullkomna stafsetningu, hárrétt málfar, einu og réttu aðferðina við útreikninginn og fullkomið vald á APA heimildaskráningu og hvað þá viðmið um viðeigandi athygli, hegðun, aga og einbeitingu. Við þekkjum gömlu myndina af ólíkum dýrum sem fá það verkefni að klifra upp í tré og eru öll metin á sama hátt. Í þessu samhengi verður að koma skýrt fram að staðan í íslenskum framhaldsskólum í dag er allt önnur en hún var fyrir um 50 árum síðan þegar aðeins lágt hlutfall í hverjum árgangi hélt áfram menntun eftir skyldunámið. Nú er það svo að nánast hvert mannsbarn heldur áfram námi eftir grunnskóla, enda námsframboðið gríðarlegt í fjölbreyttum framhaldsskólum og á sama tíma hefur brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum heldur minnkað. Á þessum tíma hefur áhersla á stór lokapróf snarminnkað og sömuleiðis hefur fjölbreytni verkefna og námsmats aukist til allra muna. Þannig hefur starf kennara líka snarbreyst á stuttum tíma og við komin langt frá þeim veruleika sem stundum er dreginn upp, að kennarinn sé eins og predikarinn sem fer bara með sína rullu alla önnina og skellir svo á stóru prófi í lokin þar sem allt er undir fyrir nemendur að standast prófið eða þurfa að endurtaka leiðindin ella. Staðan er allt önnur. Kennarar keppast við að nálgast nemendur þar sem eru staddir og reyna sitt besta til þess að byggja á styrkleikum þeirra. Verkefnaskil felast jafnvel í söng, leikþáttum, myndböndum, fyrirlestrum eða ritgerðum; einnig hefur áhersla á hópavinnu aukist jafnt og þétt. Þess vegna er svo mikilvægt að kerfið styðji við þessa vinnu kennara og að þeim sé tryggður nægur tími til þess að skipuleggja og annast réttmætt og áreiðanlegt námsmat. Mikilvægasti þátturinn í námsmatinu er að sjálfsögðu að það sé leiðbeinandi þannig að nemandinn taki sífellt framförum undir vökulum augum kennara sinna. En námsmat getur aldrei losnað undan því hlutverki að vera útilokandi líka. Einhverjir nemendur ná ekki þeim markmiðum sem sett eru á ákveðnum námsleiðum og námsmatið verður að fá að leiða það í ljós. Þau sem ekki ná settum markmiðum á einum stað geta örugglega fundið sinn farveg á öðrum stað og það á ekki að vera áfellisdómur, heldur leiðbeiningar um að hæfileikar viðkomandi liggi á öðrum sviðum. Námsmat er mikilvægur þáttur í öllum menntakerfum og mjög veigamikill partur af vinnu kennara. Raunar er það svo að á Íslandi er lokaeinkunn í áfanga stjórnvaldsákvörðun. Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og reglugerð um starfslið framhaldsskóla er kennurum falið að annast og bera ábyrgð á námsmati. Enda verður námsmat aldrei slitið frá kennslu og mismunandi kennsluaðferðum. Einnig er fjölbreytt námsmat, þar sem horft er til styrkleika hvers og eins og reynt að byggja á þeim, nátengt umsjónarstarfi með nemendum, sem verður sífellt viðameiri þáttur í kennarastarfinu. Námsmatið verður því alltaf að vera í höndum kennaranna sjálfra og það verður með öllum ráðum að tryggja það að kennarinn fái nægan tíma til þess að móta það og stýra út frá sínu fagsviði, sinni starfskenningu, samhengi hvers námshóps, skólabrag og svo auðvitað aðalnámskrá, lögum og reglugerðum og kjarasamningum. Kennarar, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingar og stjórnendur í öllum framhaldsskólum eru í sífelldri vinnu við að stilla af og betrumbæta námsmat, starfsumhverfi nemenda, kennsluhætti og allt stoðkerfi utan um nemendur með þeirra menntun og farsæld fyrir augum. Þessari vinnu má gjarnan hampa og styðja að verðleikum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun