Nokkur hófsöm orð um námsmat Guðjón H. Hauksson skrifar 21. júní 2022 11:30 „Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Svona hljómar fyrirsögn fréttar Vísis eftir smellin ummæli í síðustu skólaslitaræðu míns gamla skólameistara sem kvaddi Menntaskólann á Akureyri eftir 42 ár sem kennari og skólameistari við skólann. Athöfnin var hátíðleg og ræða skólameistara góð. Einu sinni var undirritaður á stórri ráðstefnu og hélt þar málstofu um námsmatsaðferðir í ferðamálafræði sem ég kenndi ásamt öðrum í MA. Þar mættu alls þrír. Jóni Má Héðinssyni tókst með sínu hressilega orðalagi aldeilis að koma þessu mikilvæga málefni á dagskrá. Fyrir það vil ég þakka. Jón Már verður að svara sjálfur fyrir sín hlöðnu orð en auðvitað eru þau að hluta til alveg rétt. Ég get þó ekki verið fullkomlega sammála því að lokapróf hafi aldrei haft nokkuð með menntun og nám að gera. Það er fulldjúpt í árina tekið, tel ég vera, þrátt fyrir að ákveðinn elítismi lifi enn í framhaldsskólunum. Berglind Rós Magnúsdóttir og fleiri hafa m.a. fjallað um félagslega aðgreiningu og framhaldsskóla í rannsóknum sínum. Nóg um það í bili. Jón Már lagði í ræðu sinni höfuðáherslu á að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í MA. Þá held ég að hann sé að tala um að það megi aldrei leggja einn algildan mælikvarða á hóp nemenda og þannig vinsa frá það fólk sem ekki uppfyllir t.d. viðmið um fullkomna stafsetningu, hárrétt málfar, einu og réttu aðferðina við útreikninginn og fullkomið vald á APA heimildaskráningu og hvað þá viðmið um viðeigandi athygli, hegðun, aga og einbeitingu. Við þekkjum gömlu myndina af ólíkum dýrum sem fá það verkefni að klifra upp í tré og eru öll metin á sama hátt. Í þessu samhengi verður að koma skýrt fram að staðan í íslenskum framhaldsskólum í dag er allt önnur en hún var fyrir um 50 árum síðan þegar aðeins lágt hlutfall í hverjum árgangi hélt áfram menntun eftir skyldunámið. Nú er það svo að nánast hvert mannsbarn heldur áfram námi eftir grunnskóla, enda námsframboðið gríðarlegt í fjölbreyttum framhaldsskólum og á sama tíma hefur brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum heldur minnkað. Á þessum tíma hefur áhersla á stór lokapróf snarminnkað og sömuleiðis hefur fjölbreytni verkefna og námsmats aukist til allra muna. Þannig hefur starf kennara líka snarbreyst á stuttum tíma og við komin langt frá þeim veruleika sem stundum er dreginn upp, að kennarinn sé eins og predikarinn sem fer bara með sína rullu alla önnina og skellir svo á stóru prófi í lokin þar sem allt er undir fyrir nemendur að standast prófið eða þurfa að endurtaka leiðindin ella. Staðan er allt önnur. Kennarar keppast við að nálgast nemendur þar sem eru staddir og reyna sitt besta til þess að byggja á styrkleikum þeirra. Verkefnaskil felast jafnvel í söng, leikþáttum, myndböndum, fyrirlestrum eða ritgerðum; einnig hefur áhersla á hópavinnu aukist jafnt og þétt. Þess vegna er svo mikilvægt að kerfið styðji við þessa vinnu kennara og að þeim sé tryggður nægur tími til þess að skipuleggja og annast réttmætt og áreiðanlegt námsmat. Mikilvægasti þátturinn í námsmatinu er að sjálfsögðu að það sé leiðbeinandi þannig að nemandinn taki sífellt framförum undir vökulum augum kennara sinna. En námsmat getur aldrei losnað undan því hlutverki að vera útilokandi líka. Einhverjir nemendur ná ekki þeim markmiðum sem sett eru á ákveðnum námsleiðum og námsmatið verður að fá að leiða það í ljós. Þau sem ekki ná settum markmiðum á einum stað geta örugglega fundið sinn farveg á öðrum stað og það á ekki að vera áfellisdómur, heldur leiðbeiningar um að hæfileikar viðkomandi liggi á öðrum sviðum. Námsmat er mikilvægur þáttur í öllum menntakerfum og mjög veigamikill partur af vinnu kennara. Raunar er það svo að á Íslandi er lokaeinkunn í áfanga stjórnvaldsákvörðun. Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og reglugerð um starfslið framhaldsskóla er kennurum falið að annast og bera ábyrgð á námsmati. Enda verður námsmat aldrei slitið frá kennslu og mismunandi kennsluaðferðum. Einnig er fjölbreytt námsmat, þar sem horft er til styrkleika hvers og eins og reynt að byggja á þeim, nátengt umsjónarstarfi með nemendum, sem verður sífellt viðameiri þáttur í kennarastarfinu. Námsmatið verður því alltaf að vera í höndum kennaranna sjálfra og það verður með öllum ráðum að tryggja það að kennarinn fái nægan tíma til þess að móta það og stýra út frá sínu fagsviði, sinni starfskenningu, samhengi hvers námshóps, skólabrag og svo auðvitað aðalnámskrá, lögum og reglugerðum og kjarasamningum. Kennarar, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingar og stjórnendur í öllum framhaldsskólum eru í sífelldri vinnu við að stilla af og betrumbæta námsmat, starfsumhverfi nemenda, kennsluhætti og allt stoðkerfi utan um nemendur með þeirra menntun og farsæld fyrir augum. Þessari vinnu má gjarnan hampa og styðja að verðleikum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Svona hljómar fyrirsögn fréttar Vísis eftir smellin ummæli í síðustu skólaslitaræðu míns gamla skólameistara sem kvaddi Menntaskólann á Akureyri eftir 42 ár sem kennari og skólameistari við skólann. Athöfnin var hátíðleg og ræða skólameistara góð. Einu sinni var undirritaður á stórri ráðstefnu og hélt þar málstofu um námsmatsaðferðir í ferðamálafræði sem ég kenndi ásamt öðrum í MA. Þar mættu alls þrír. Jóni Má Héðinssyni tókst með sínu hressilega orðalagi aldeilis að koma þessu mikilvæga málefni á dagskrá. Fyrir það vil ég þakka. Jón Már verður að svara sjálfur fyrir sín hlöðnu orð en auðvitað eru þau að hluta til alveg rétt. Ég get þó ekki verið fullkomlega sammála því að lokapróf hafi aldrei haft nokkuð með menntun og nám að gera. Það er fulldjúpt í árina tekið, tel ég vera, þrátt fyrir að ákveðinn elítismi lifi enn í framhaldsskólunum. Berglind Rós Magnúsdóttir og fleiri hafa m.a. fjallað um félagslega aðgreiningu og framhaldsskóla í rannsóknum sínum. Nóg um það í bili. Jón Már lagði í ræðu sinni höfuðáherslu á að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í MA. Þá held ég að hann sé að tala um að það megi aldrei leggja einn algildan mælikvarða á hóp nemenda og þannig vinsa frá það fólk sem ekki uppfyllir t.d. viðmið um fullkomna stafsetningu, hárrétt málfar, einu og réttu aðferðina við útreikninginn og fullkomið vald á APA heimildaskráningu og hvað þá viðmið um viðeigandi athygli, hegðun, aga og einbeitingu. Við þekkjum gömlu myndina af ólíkum dýrum sem fá það verkefni að klifra upp í tré og eru öll metin á sama hátt. Í þessu samhengi verður að koma skýrt fram að staðan í íslenskum framhaldsskólum í dag er allt önnur en hún var fyrir um 50 árum síðan þegar aðeins lágt hlutfall í hverjum árgangi hélt áfram menntun eftir skyldunámið. Nú er það svo að nánast hvert mannsbarn heldur áfram námi eftir grunnskóla, enda námsframboðið gríðarlegt í fjölbreyttum framhaldsskólum og á sama tíma hefur brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum heldur minnkað. Á þessum tíma hefur áhersla á stór lokapróf snarminnkað og sömuleiðis hefur fjölbreytni verkefna og námsmats aukist til allra muna. Þannig hefur starf kennara líka snarbreyst á stuttum tíma og við komin langt frá þeim veruleika sem stundum er dreginn upp, að kennarinn sé eins og predikarinn sem fer bara með sína rullu alla önnina og skellir svo á stóru prófi í lokin þar sem allt er undir fyrir nemendur að standast prófið eða þurfa að endurtaka leiðindin ella. Staðan er allt önnur. Kennarar keppast við að nálgast nemendur þar sem eru staddir og reyna sitt besta til þess að byggja á styrkleikum þeirra. Verkefnaskil felast jafnvel í söng, leikþáttum, myndböndum, fyrirlestrum eða ritgerðum; einnig hefur áhersla á hópavinnu aukist jafnt og þétt. Þess vegna er svo mikilvægt að kerfið styðji við þessa vinnu kennara og að þeim sé tryggður nægur tími til þess að skipuleggja og annast réttmætt og áreiðanlegt námsmat. Mikilvægasti þátturinn í námsmatinu er að sjálfsögðu að það sé leiðbeinandi þannig að nemandinn taki sífellt framförum undir vökulum augum kennara sinna. En námsmat getur aldrei losnað undan því hlutverki að vera útilokandi líka. Einhverjir nemendur ná ekki þeim markmiðum sem sett eru á ákveðnum námsleiðum og námsmatið verður að fá að leiða það í ljós. Þau sem ekki ná settum markmiðum á einum stað geta örugglega fundið sinn farveg á öðrum stað og það á ekki að vera áfellisdómur, heldur leiðbeiningar um að hæfileikar viðkomandi liggi á öðrum sviðum. Námsmat er mikilvægur þáttur í öllum menntakerfum og mjög veigamikill partur af vinnu kennara. Raunar er það svo að á Íslandi er lokaeinkunn í áfanga stjórnvaldsákvörðun. Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og reglugerð um starfslið framhaldsskóla er kennurum falið að annast og bera ábyrgð á námsmati. Enda verður námsmat aldrei slitið frá kennslu og mismunandi kennsluaðferðum. Einnig er fjölbreytt námsmat, þar sem horft er til styrkleika hvers og eins og reynt að byggja á þeim, nátengt umsjónarstarfi með nemendum, sem verður sífellt viðameiri þáttur í kennarastarfinu. Námsmatið verður því alltaf að vera í höndum kennaranna sjálfra og það verður með öllum ráðum að tryggja það að kennarinn fái nægan tíma til þess að móta það og stýra út frá sínu fagsviði, sinni starfskenningu, samhengi hvers námshóps, skólabrag og svo auðvitað aðalnámskrá, lögum og reglugerðum og kjarasamningum. Kennarar, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingar og stjórnendur í öllum framhaldsskólum eru í sífelldri vinnu við að stilla af og betrumbæta námsmat, starfsumhverfi nemenda, kennsluhætti og allt stoðkerfi utan um nemendur með þeirra menntun og farsæld fyrir augum. Þessari vinnu má gjarnan hampa og styðja að verðleikum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun