Ómar Ingi í liði ársins annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2022 12:01 Ómar Ingi Magnússon átti frábært tímabil er Magdeburg varð þýskur meistari í handbolta. Ronny Hartmann/picture alliance via Getty Images Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er í liði ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta annað árið í röð. Ómar varð þýskur meistari með liði sínu, Magdeburg. Ásamt því var Ómar hársbreidd frá því að verja markakóngstitil sinn í deildinni, en hann skoraði 237 mörk á tímabilinu. Aðeins Hans Lindberg skorðaði fleiri mörk á tímabilinu, eða 242 mörk. Þá var Ómar einnig iðinn við að leggja upp fyrir liðsfélaga sína, en hann var þriðji stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 124 stykki. Ómar er eini Íslendingurinn sem kemst í lið ársins, og það sem meira er þá er hann eini leikmaðurinn úr meistaraliði Magdeburg sem kemst í liðið. Notast var við hina ýmsu tölfræðiþætti eftir hvern leik fyrir sig til að ákvarða lið ársins. Flensburg-Handewitt, lið Teits Arnar Einarssonar, á flesta fulltrúa í liðinu, eða fjóra talsins. Það eru þeir Kevin Möller, Hampus Wanne, Johannes Golla og Jim Gottfridson. Simon Jeppsson úr liði HC Erlangen er í stöðu vinstri skyttu og áðurnefndur Hans Lindberg er sjöundi maður liðsins í hægra horni. Þá gefst aðdáendum þýsku deildarinnar nú til boða að kjósa besta leikmann tímabilsins þar sem allir sjö leikmenn liðs ársins eru tilnefndir. Kosningunni lýkur á miðnætti næstkomandi sunnudag, en hægt er að kjósa með því að smella hér. Ómar Ingi Magnússon er eini leikmaður þýsku meistaranna sem kemst í lið ársins.liquimoly-hbl.de Þýski handboltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Ásamt því var Ómar hársbreidd frá því að verja markakóngstitil sinn í deildinni, en hann skoraði 237 mörk á tímabilinu. Aðeins Hans Lindberg skorðaði fleiri mörk á tímabilinu, eða 242 mörk. Þá var Ómar einnig iðinn við að leggja upp fyrir liðsfélaga sína, en hann var þriðji stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 124 stykki. Ómar er eini Íslendingurinn sem kemst í lið ársins, og það sem meira er þá er hann eini leikmaðurinn úr meistaraliði Magdeburg sem kemst í liðið. Notast var við hina ýmsu tölfræðiþætti eftir hvern leik fyrir sig til að ákvarða lið ársins. Flensburg-Handewitt, lið Teits Arnar Einarssonar, á flesta fulltrúa í liðinu, eða fjóra talsins. Það eru þeir Kevin Möller, Hampus Wanne, Johannes Golla og Jim Gottfridson. Simon Jeppsson úr liði HC Erlangen er í stöðu vinstri skyttu og áðurnefndur Hans Lindberg er sjöundi maður liðsins í hægra horni. Þá gefst aðdáendum þýsku deildarinnar nú til boða að kjósa besta leikmann tímabilsins þar sem allir sjö leikmenn liðs ársins eru tilnefndir. Kosningunni lýkur á miðnætti næstkomandi sunnudag, en hægt er að kjósa með því að smella hér. Ómar Ingi Magnússon er eini leikmaður þýsku meistaranna sem kemst í lið ársins.liquimoly-hbl.de
Þýski handboltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira