Andri Rúnar: Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum Sverrir Mar Smárason skrifar 20. júní 2022 20:39 Andri Rúnar skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld. Visir/ Diego Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, var svekktur að hafa ekki fengið stigin þrjú út úr leiknum sem ÍBV spilaði í kvöld við Fram á nýjum heimavelli þeirra í Úlfarsárdal. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli, en Andri gerði sjálfur tvö mörk fyrir ÍBV. „Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum. ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Mörkin sem við fáum á okkur. Þetta er svolítið sagan í sumar það á ekki af okkur að ganga. Við þurfum bara að líta fram veginn og taka það góða úr þessum leik eins og öðrum. Spilamennskan okkar er búin að vera mjög góð. Þannig að þetta er svekkjandi,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar krækti í vítaspyrnu eftir 45 sekúndur í leiknum. Framarar voru ósáttir með dóminn en Andri segir að það sé aldrei spurning. „Já þetta var víti. Alveg 100%.“ ÍBV lenti undir 3-2 í síðari hálfleik en kom til baka. Andri Rúnar segir karakter í liðinu og að tölfræðin hljóti að fara að tala sínu máli. „Á endanum þá bara getur tölfræðin bara ekki haldið áfram eins og hún er. Við erum ekki að hætta eða gefast upp. Við erum að halda áfram og við erum að halda áfram að skapa færi. Við gefumst ekki upp í einum einasta leik og erum inni í öllum leikjum en hlutirnir eru bara ekki að detta hjá okkur. Ég bara neita að trúa því að svoleiðis geti gerst í einhverjum 27 leikjum. Ef við höldum áfram eins og við erum að gera núna þá hlítur tölfræðin að vinna með okkur á endanum,“ sagði Andri Rúnar. Andri Rúnar hefur mikið verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi og að vera spila undir eigin getu. Andri hlustar ekki á gagnrýnisraddir og ætlar að halda áfram að gera sitt. „Það skiptir í raun engu máli hvað mér finnst. Það eru allir með einhverja skoðun. Þetta er fótbolti, það hafa allir og ömmur þeirra skoðun á hlutunum. Ég veit hvað ég get og hverjar mínar ástæður eru fyrir hinum ýmsu hlutum. Ég nenni ekki að fara að fela mig á bakvið það eða neitt svoleiðis. Ég er bara að vinna í hverri einustu viku í því að komast í betra stand og mér finnst það sýnast í hverjum einasta leik. Meðal annars í Víkingsleiknum en þá kemur að jú ég skora ekki úr færum en aftur á móti þá var ég að komast í helling af færum. Ef ég er ekki að fá færi þá skal ég vera að hafa áhyggjur. Þá er eitthvað að. Hitt kemur allt á endanum því ég veit hvernig á að skora mörk,“ sagði Andri Rúnar að lokum.
ÍBV Fram Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Leik lokið: Fram 3-3 ÍBV | Markaveisla í fyrsta leik í Úlfarsárdal Það var sannkölluð markaveisla í Úlfarsárdal þar sem Framarar voru að vígja nýjan heimavöll sinn í kvöld. Sigurlausir Eyjamenn voru í heimsókn en bæði lið skoruðu þrjú mörk fyrir framan mikinn fjölda í Grafarholtinu. 20. júní 2022 21:45