Svikahrappar haft milljónir af íslenskum íþróttafélögum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 08:01 Netsvikahrappar reyna að fá gjaldkera íslenskra íþróttafélaga til að senda sér pening. Getty Eftir að hafa haft hægt um sig á tímum kórónuveirufaraldursins virðast netsvikarar núna farnir að herja að nýju á íþróttafélög í landinu sem í einhverjum tilvikum hafa tapað milljónum króna við að láta blekkjast. Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“ Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira
Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“
Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira