Hamla lífeyrissjóðir samkeppni? Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 11:31 Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Samkeppnismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun