Hamla lífeyrissjóðir samkeppni? Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 11:31 Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Samkeppnismál Mest lesið Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks Skoðun Skoðun Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði.
Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun