Konur, friður og öryggi Stella Samúelsdóttir skrifar 22. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur Kvennasáttmálinn (e. CEDAW), inniheldur grunnreglur um jafnrétti og áætlanir sem 189 ríki heims hafa undirgengist og þar með skuldbundið sig til að hafa í hávegum til að koma í veg fyrir kynbundna mismunun. Slíkur samningur er því afar mikilvæg yfirlýsing sjálfstæðra þjóða um að gera sitt til að setja jafnréttismál á oddinn, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Kynjahlutföll skipta máli Ísland undirritaði sáttmálann á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 1980, en hann var fullgiltur á Alþingi árið 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur samningurinn þó ekki verið innleiddur í lög hérlendis. Í 8. gr. samningsins segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja konum til jafns við karla, og án nokkurs misréttis, tækifæri til þess að koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alþjóðavettvangi og taka þátt í störfum alþjóðastofnana.“ Þetta er afar mikilvæg grein og undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld líti í eigin barm þegar það kemur að skipun embætta. UN Women hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að konur eigi sæti við borðið þegar kemur að friðarviðræðum og mikilvægum fundum á vegum SÞ, Evrópuráðs eða NATO. Það vakti til dæmis athygli að á fundi á vegum NATO í maí síðastliðnum voru mætt til leiks 27 karlar og 4 konur sem fulltrúar þjóða sinna. Það er því enn langt í land að raddir kvenna heyrist jafn hátt og raddir karla á þessu mikilvæga sviði alþjóðasamvinnu. Við Íslendingar leggjum þó okkar af mörkum, þar sem bæði forsætisráðherra landsins og utanríkisráðherra eru konur. Þær hafa svo sannarlega nýtt rödd sína vel á alþjóðavettvangi og ítrekað mikilvægi aukinnar þátttöku kvenna. Langvarandi friður Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um konur, frið og öryggi er að sama skapi gríðarlega mikilvæg. En þar viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Samkvæmt henni eiga konur að vera þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnamála. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar konur eru með í ráðum eru friðarskeiðin lengri og farsælli og minni líkur á langvarandi átökum. Það ætti því að vera algjört forgangsatriði að tryggja að raddir kvenna heyrist í ríkara mæli á alþjóðasviðinu sérstaklega núna á þessum átakatímum – enda til mikils að vinna að viðhalda friði og öryggi í heiminum. Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna. Það er því mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi áfram að nýta sína einstöku rödd jafnréttis og þrýsti enn frekar á aðkomu kvenna þegar kemur að friðarumleitunum og tali fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið. Höfundur er fframkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun