Óvanalegt að formenn stjórnmálaflokka komi og fari án átaka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:32 Eiríkur segir Loga hafa átt farsælan feril sem formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki koma á óvart að Logi Einarsson ætli sér að hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Hann telur að Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir hafi bæði burði til þess að taka við formennsku í flokknum. Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“ Samfylkingin Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira