Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 12:45 Braggi sem notaður var til að hýsa korn austan við borgina Zaporizhia í austurhluta Úkraínu. Getty Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12