Er SÁÁ á rangri leið? Rósa Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:00 SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Sjúkratryggingar Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar