Taka fyrir 25 af 70 umsóknum um ríkisborgararétt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2022 10:13 Jón Gunnarssondómsmálaráðherra var fyrr í ár sakaður um að hafa skipað Útlendingastofnun að verða ekki við beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að skila umsögnunum. Vísir/SigurjónÓ Þingflokkar hafa náð saman um að taka fyrir 25 af 70 umsóknum um ríkisborgararétt sem Alþingi hefur borist. Því virðist búið að ná samkomulagi um öll atriði í þinglokasamningum sem þýðir að þinglokin ættu að ganga smurt fyrir sig. Þingið klárast í kvöld eða í fyrramálið. Samfylking, Píratar og Viðreisn voru ekki sátt við þá útfærslu sem stjórnarflokkarnir vildu fara í veitingu ríkisborgararéttar á þessu þingi. Flokkarnir voru tilbúnir að fella þinglokasamningana og tefja þinghöld þar til niðurstaða fengist í málið. Flokkarnir náðu svo saman í gærkvöldi og var samþykkt að taka fyrir 25 af þeim 70 umsóknum sem þinginu hefur borist um ríkisborgararétt. Hinar 45 umsóknirnar verða afgreiddar á fyrstu metrum næsta þings í haust. Ástæðan fyrir því að umsóknirnar verða ekki allar teknar fyrir eins og venjan er er breytt verklag Útlendingastofnunar í þessum málum eftir fyrirmælum dómsmálaráðherra í fyrra. Alþingi verður að hafa umsagnir Útlendingastofnunar til hliðsjónar til að geta tekið afstöðu til umsóknanna en ráðherrann beindi því til stofnunarinnar að setja þær umsagnir ekki fram fyrir aðrar í röðinni. Þegar þetta komst í fréttir í vor gagnrýndu margir þingmenn stofnunina harðlega fyrir þetta en þeim þykir hún upp á sitt einsdæmi vera að reyna að taka fyrir hendur löggjafans í þessum málum og breyta lögunum. Stofnunin greindi þá frá því að fyrirmæli um þetta hefðu komið frá ráðherranum. Fréttin hefur verið leiðrétt: Upprunalega stóð að stefnubreytingin hefði verið Útlendingastofnunar sjálfrar en ekki komið frá dómsmálaráðherra. Í framhaldi var Útlendingastofnun gert að skila umsögnunum til þingsins en nú fyrir þinglok hafa ekki nema 25 af 70 þeirra borist. Þær verða teknar fyrir í dag. Einnig sömdu flokkarnir um að skipa nefnd í sumar utan um málin til að skoða hvernig best væri að hátta fyrirkomulaginu í framtíðinni. Venjan er sú að Alþingi veiti ríkisborgararétt tvisvar á hverju þingi, rétt fyrir jólafrí og rétt fyrir þinglok. Miðflokkur fær mál Þinglokasamningarnir fela það einnig í sér að hver og einn stjórnarandstöðuflokkur fái eitt mál tekið fyrir. Upprunalega áttu allir flokkar nema Miðflokkur að fá mál í atkvæðagreiðslu en Miðflokkurinn fékk það í gegn í gærkvöldi að hann fengi einnig sitt mál til meðferðar. Sigmundur Davíð vill einfaldara regluverk.Vísir/Vilhelm Það er mál sem formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur lengi haldið á lofti; þingsályktunartillaga um að skipa starfshóp og búa til áætlun um einföldun regluverks. Gætu klárað í kvöld Samkvæmt starfsáætlun þingsins á það að ljúka störfum fyrir sumarfrí í kvöld. Mörg mál á þó eftir að klára og ljóst að þingfundur gæti staðið langt fram á nótt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að það gæti dregist að greiða atkvæði um mörg mál þar til í fyrramálið. Í öllu falli ætti þingstörfum að vera lokið fyrri partinn á morgun, fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Birgir Ármannsson er forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm „Mér skilst að þingflokksformenn séu búnir að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem komu upp í gær og töfðu aðeins fyrir. En í heildina má segja að alveg frá því í síðustu viku hefur andinn í samræðum um fyrirkomulag þinglokanna verið allgott og menn verið tilbúnir að leysa þau vandamál sem upp hafa komið,“ segir Birgir. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20 Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Samfylking, Píratar og Viðreisn voru ekki sátt við þá útfærslu sem stjórnarflokkarnir vildu fara í veitingu ríkisborgararéttar á þessu þingi. Flokkarnir voru tilbúnir að fella þinglokasamningana og tefja þinghöld þar til niðurstaða fengist í málið. Flokkarnir náðu svo saman í gærkvöldi og var samþykkt að taka fyrir 25 af þeim 70 umsóknum sem þinginu hefur borist um ríkisborgararétt. Hinar 45 umsóknirnar verða afgreiddar á fyrstu metrum næsta þings í haust. Ástæðan fyrir því að umsóknirnar verða ekki allar teknar fyrir eins og venjan er er breytt verklag Útlendingastofnunar í þessum málum eftir fyrirmælum dómsmálaráðherra í fyrra. Alþingi verður að hafa umsagnir Útlendingastofnunar til hliðsjónar til að geta tekið afstöðu til umsóknanna en ráðherrann beindi því til stofnunarinnar að setja þær umsagnir ekki fram fyrir aðrar í röðinni. Þegar þetta komst í fréttir í vor gagnrýndu margir þingmenn stofnunina harðlega fyrir þetta en þeim þykir hún upp á sitt einsdæmi vera að reyna að taka fyrir hendur löggjafans í þessum málum og breyta lögunum. Stofnunin greindi þá frá því að fyrirmæli um þetta hefðu komið frá ráðherranum. Fréttin hefur verið leiðrétt: Upprunalega stóð að stefnubreytingin hefði verið Útlendingastofnunar sjálfrar en ekki komið frá dómsmálaráðherra. Í framhaldi var Útlendingastofnun gert að skila umsögnunum til þingsins en nú fyrir þinglok hafa ekki nema 25 af 70 þeirra borist. Þær verða teknar fyrir í dag. Einnig sömdu flokkarnir um að skipa nefnd í sumar utan um málin til að skoða hvernig best væri að hátta fyrirkomulaginu í framtíðinni. Venjan er sú að Alþingi veiti ríkisborgararétt tvisvar á hverju þingi, rétt fyrir jólafrí og rétt fyrir þinglok. Miðflokkur fær mál Þinglokasamningarnir fela það einnig í sér að hver og einn stjórnarandstöðuflokkur fái eitt mál tekið fyrir. Upprunalega áttu allir flokkar nema Miðflokkur að fá mál í atkvæðagreiðslu en Miðflokkurinn fékk það í gegn í gærkvöldi að hann fengi einnig sitt mál til meðferðar. Sigmundur Davíð vill einfaldara regluverk.Vísir/Vilhelm Það er mál sem formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur lengi haldið á lofti; þingsályktunartillaga um að skipa starfshóp og búa til áætlun um einföldun regluverks. Gætu klárað í kvöld Samkvæmt starfsáætlun þingsins á það að ljúka störfum fyrir sumarfrí í kvöld. Mörg mál á þó eftir að klára og ljóst að þingfundur gæti staðið langt fram á nótt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að það gæti dregist að greiða atkvæði um mörg mál þar til í fyrramálið. Í öllu falli ætti þingstörfum að vera lokið fyrri partinn á morgun, fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Birgir Ármannsson er forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm „Mér skilst að þingflokksformenn séu búnir að leysa úr þeim ágreiningsmálum sem komu upp í gær og töfðu aðeins fyrir. En í heildina má segja að alveg frá því í síðustu viku hefur andinn í samræðum um fyrirkomulag þinglokanna verið allgott og menn verið tilbúnir að leysa þau vandamál sem upp hafa komið,“ segir Birgir.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20 Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Alþingi veitir engum ríkisborgararétt vegna tafa Útlendingastofnunar Alþingi hyggst ekki veita neinum umsækjanda ríkisborgararétt fyrir áramót en 178 umsóknir hafa borist löggjafanum. Ástæðan er sú að Útlendingastofnun hefur ekki afhent forunnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber ábyrgð á ferlinu með umsóknunum. Samkvæmt venju eru umsóknir afgreiddar fyrir áramót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári. 29. desember 2021 23:20
Skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn. 10. febrúar 2022 13:50