„Auðvitað þarf að fagna góðum sigrum“ Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2022 23:15 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, varð eðlilega sáttur með 3-0 útisigur liðsins gegn Þrótti í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Aðspurður hvers vegna Ásmundur hafi verið lengi að koma sér úr klefanum eftir leik svaraði hann því á þá leið að það þyrfti að fagna góðum sigrum. „Já það þurfti að fagna! Það var aðallega verið að bíða eftir að leikmenn kæmu inn til að getað fagnað. Það tók smá tíma, en jú jú þetta var bara öflugur sigur og auðvitað þarf að fagna góðum sigrum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur var spurður út í leik síns liðs og pressuna sem þær settu oft á heimakonur í kvöld sem skilaði meðal annars fyrsta marki leiksins. „Já ég var ánægður með stelpurnar í dag og eins og ég hef sagt við þær í sumar. Frammistaðan hefur heilt yfir verið góð, þó úrslitin hafi ekki alltaf dottið með okkur og í dag gerði það svo sannarlega. Þetta var ströggl, Þróttararnir eru með gott lið. Við vorum lengi vel 0-1 og þær komast í gegn þá og Telma á frábæra vörslu sem að hjálpar okkur í að koma til baka og klára þetta vel í lokin. Þannig að heilt yfir bara mjög öflugur og góður sigur hjá stelpunum,“ sagði Ásmundur. Honum fannst hans lið leysa vel það sem Þróttarar reyndu að gera. Hann hrósaði Telmu markmanni einnig fyrir að loka vel í dauða færi Þróttara. „Nei þær leystu þetta bara mjög vel. Þróttararnir voru mikið að reyna að ógna á bakvið okkur og mér fannst við leysa það vel, lokuðum vel á þær. Eins og þú segir, það var ekki mikið um færi en það var eitt dauðafæri sem þurfti að loka og Telma græjaði það,“ sagði Ásmundur. Ásmundur gat nefnt margt í leik Blika sem hann var ánægður með í kvöld. „Ánægður með að skora þrjú mörk, ánægður með að halda hreinu, ánægður með vinnusemina, ánægður með skipulagið, þannig það var margt sem ég var ánægður með í 0-3 góðum sigri hérna á erfiðum útivelli,“ sagði Ásmundur. Breiðablik hefur verið í ströggli með að loka leikjum sem þær eru með yfirhöndina í en náðu að gera það í kvöld. „Mikilvægt og við megum alveg fyrir hjartalagið alveg fara að loka þessum leikjum fyrr en þetta eru bara hörku leikir og erfiðir. Bara virkilega ánægður að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Ásmundur. Framhaldið lítur vel út fyrir Ásmundi sem er brattur. „Já ég er brattur, var brattur fyrir sumarið og endurtek ánægður með frammistöðuna heilt yfir í sumar. Það er nú þannig að þó það detti ekki alltaf með þér, ef framistaðan er stöðug góð, þá koma úrslitin, þær sýndu það bara stelpurnar með því að halda áfram. Þótt að úrslitin hafi ekki komið þarna í tveimur þremur leikjum þrátt fyrir góða framistöðu. Með því að halda því áfram þá koma úrslitin. Ef við höldum áfram á sömu braut þá er ég bara mjög brattur,“ sagði sáttur Ásmundur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Aðspurður hvers vegna Ásmundur hafi verið lengi að koma sér úr klefanum eftir leik svaraði hann því á þá leið að það þyrfti að fagna góðum sigrum. „Já það þurfti að fagna! Það var aðallega verið að bíða eftir að leikmenn kæmu inn til að getað fagnað. Það tók smá tíma, en jú jú þetta var bara öflugur sigur og auðvitað þarf að fagna góðum sigrum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur var spurður út í leik síns liðs og pressuna sem þær settu oft á heimakonur í kvöld sem skilaði meðal annars fyrsta marki leiksins. „Já ég var ánægður með stelpurnar í dag og eins og ég hef sagt við þær í sumar. Frammistaðan hefur heilt yfir verið góð, þó úrslitin hafi ekki alltaf dottið með okkur og í dag gerði það svo sannarlega. Þetta var ströggl, Þróttararnir eru með gott lið. Við vorum lengi vel 0-1 og þær komast í gegn þá og Telma á frábæra vörslu sem að hjálpar okkur í að koma til baka og klára þetta vel í lokin. Þannig að heilt yfir bara mjög öflugur og góður sigur hjá stelpunum,“ sagði Ásmundur. Honum fannst hans lið leysa vel það sem Þróttarar reyndu að gera. Hann hrósaði Telmu markmanni einnig fyrir að loka vel í dauða færi Þróttara. „Nei þær leystu þetta bara mjög vel. Þróttararnir voru mikið að reyna að ógna á bakvið okkur og mér fannst við leysa það vel, lokuðum vel á þær. Eins og þú segir, það var ekki mikið um færi en það var eitt dauðafæri sem þurfti að loka og Telma græjaði það,“ sagði Ásmundur. Ásmundur gat nefnt margt í leik Blika sem hann var ánægður með í kvöld. „Ánægður með að skora þrjú mörk, ánægður með að halda hreinu, ánægður með vinnusemina, ánægður með skipulagið, þannig það var margt sem ég var ánægður með í 0-3 góðum sigri hérna á erfiðum útivelli,“ sagði Ásmundur. Breiðablik hefur verið í ströggli með að loka leikjum sem þær eru með yfirhöndina í en náðu að gera það í kvöld. „Mikilvægt og við megum alveg fyrir hjartalagið alveg fara að loka þessum leikjum fyrr en þetta eru bara hörku leikir og erfiðir. Bara virkilega ánægður að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Ásmundur. Framhaldið lítur vel út fyrir Ásmundi sem er brattur. „Já ég er brattur, var brattur fyrir sumarið og endurtek ánægður með frammistöðuna heilt yfir í sumar. Það er nú þannig að þó það detti ekki alltaf með þér, ef framistaðan er stöðug góð, þá koma úrslitin, þær sýndu það bara stelpurnar með því að halda áfram. Þótt að úrslitin hafi ekki komið þarna í tveimur þremur leikjum þrátt fyrir góða framistöðu. Með því að halda því áfram þá koma úrslitin. Ef við höldum áfram á sömu braut þá er ég bara mjög brattur,“ sagði sáttur Ásmundur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00