Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2022 11:32 Andrés Ingi var í þingflokk Vinstri grænna hálft síðasta kjörtímabil áður en hann sagði sig úr flokknum og gekk skömmu síðar til liðs við Pírata. Honum þótti stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn færast sífellt lengra frá því sem Vinstri græn ættu að standa fyrir. vísir/vilhelm Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Í breytingartillögu meirihlutaflokkanna á þriðja áfanga Rammaáætlunar er tvennt sem stingur náttúruverndarsinna mjög. Bæði Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki og í biðflokk. „Við teljum þessa ákvörðun meirihlutans ekki byggja á neinum faglegum rökum. Það hefur ekkert komið fram sem réttlætir þetta annað en að það eru einhver svona pólitísk hrossakaup um það að reyna að ná jafnvægi á milli flokkanna til að ná að klára þetta,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem er einn þeirra þingmanna sem leggja fram aðra breytingartillögu, þar sem þessir kostir eru áfram í vernd. Með honum á tillögunni eru þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ekki með mikið afl í málþóf Stuttur tími er til stefnu en þingmenn gera ráð fyrir að klára þinghald á morgun áður en þeir fara í sumarhlé. Ágæt sátt virðist hafa náðst um þinglok - en hvernig sjá þingmennirnir þá fyrir sér að ná breytingunum fram? „Ég bara bind vonir við að fólk sjái ljósið af því að þarna er ekki verið að sýna Rammaáætlun sem verkfæri virðingu. Það eru ekki notuð faglegu rökin sem þarf til að taka einhverjar ákvarðanir um tilfærslu,“ segir Andrés Ingi. Hann svarar því ekki beint hvort til greina komi að fara í málþóf vegna Rammaáætlunar. „Ég veit ekki hvaða afl við höfum í það. En við munum allavega berjast fyrir þessu.“ Dynkur í Þjórsá er í hættu ef Kjalölduveita verður að veruleika. Hún færist skrefi nær því ef breytingartillaga meirihlutans verður samþykkt og hún fer úr verndarflokki í biðflokk. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Mótmæla áformunum í dag Umhverfissinnar munu mótmæla tilfærslu þessara kosta úr verndarflokki á Austurvelli klukkan 17 í dag. „Ég skil þau bara mjög vel. Það er ofboðslega eðlilegt að náttúruverndarhreyfingin láti heyra í sér þegar það fær þessa blautu tusku framan í sig og ég vona að sem flest inni í húsinu hlusti á þau og sýni að þau hafi tekið mark á fólki með því að styðja tillöguna okkar í atkvæðagreiðslu,“ segir Andrés Ingi. Rammaáætlun verður rædd á þingi í dag og gera menn fastlega ráð fyrir því að hún verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir að einhver óeining hafi myndast innan þingflokks Vinstri grænna um þetta mál. Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í breytingartillögu meirihlutaflokkanna á þriðja áfanga Rammaáætlunar er tvennt sem stingur náttúruverndarsinna mjög. Bæði Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki og í biðflokk. „Við teljum þessa ákvörðun meirihlutans ekki byggja á neinum faglegum rökum. Það hefur ekkert komið fram sem réttlætir þetta annað en að það eru einhver svona pólitísk hrossakaup um það að reyna að ná jafnvægi á milli flokkanna til að ná að klára þetta,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem er einn þeirra þingmanna sem leggja fram aðra breytingartillögu, þar sem þessir kostir eru áfram í vernd. Með honum á tillögunni eru þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ekki með mikið afl í málþóf Stuttur tími er til stefnu en þingmenn gera ráð fyrir að klára þinghald á morgun áður en þeir fara í sumarhlé. Ágæt sátt virðist hafa náðst um þinglok - en hvernig sjá þingmennirnir þá fyrir sér að ná breytingunum fram? „Ég bara bind vonir við að fólk sjái ljósið af því að þarna er ekki verið að sýna Rammaáætlun sem verkfæri virðingu. Það eru ekki notuð faglegu rökin sem þarf til að taka einhverjar ákvarðanir um tilfærslu,“ segir Andrés Ingi. Hann svarar því ekki beint hvort til greina komi að fara í málþóf vegna Rammaáætlunar. „Ég veit ekki hvaða afl við höfum í það. En við munum allavega berjast fyrir þessu.“ Dynkur í Þjórsá er í hættu ef Kjalölduveita verður að veruleika. Hún færist skrefi nær því ef breytingartillaga meirihlutans verður samþykkt og hún fer úr verndarflokki í biðflokk. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Mótmæla áformunum í dag Umhverfissinnar munu mótmæla tilfærslu þessara kosta úr verndarflokki á Austurvelli klukkan 17 í dag. „Ég skil þau bara mjög vel. Það er ofboðslega eðlilegt að náttúruverndarhreyfingin láti heyra í sér þegar það fær þessa blautu tusku framan í sig og ég vona að sem flest inni í húsinu hlusti á þau og sýni að þau hafi tekið mark á fólki með því að styðja tillöguna okkar í atkvæðagreiðslu,“ segir Andrés Ingi. Rammaáætlun verður rædd á þingi í dag og gera menn fastlega ráð fyrir því að hún verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir að einhver óeining hafi myndast innan þingflokks Vinstri grænna um þetta mál.
Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira