Það tekur 30 mínútur að bjarga mannslífi – Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í dag Davíð Stefán Guðmundsson skrifar 14. júní 2022 07:01 Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. Mikil þörf er á að fjölga blóðgjöfum, því er tilvalið að nýta þennan hátíðisdag til að ganga í hóp vaskrar sveitar blóðgjafa sem tryggja samfélaginu dýrmætt framboð af blóði og blóðhlutum. Án framlags okkar góðu blóðgjafa yrði erfitt, jafnvel ómögulegt að framkvæma skurðaðgerðir og aðstoða einstaklinga í gegnum erfið veikindi. Sumartíminn reynist starfsemi Blóðbankans gjarnan erfið þar sem ferðalög eru tíðari og blóðgjafar síður heima við en annars. Það er því starfseminni dýrmætt þegar blóðgjafar muna eftir að gefa blóð áður en haldið er í fríið því Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag allan ársins hring. Þessu til viðbótar má nefna að á Íslandi eru virkir blóðgjafar um 2.000 færri en þeir þurfa að vera. Þessu til viðbótar eru um 2.000 gjafar á hverju ári sem hætta að gefa sökum aldurs eða annara orsaka. Heildar þörf Blóðbankans á nýliðun í blóðgjafahópnum er því um 4.000 blóðgjafar á ári. Ég vil sérstaklega hvetja konur til að gerast blóðgjafar, en Ísland er sér á báti þegar kemur að lágum fjölda kvenna í hópi blóðgjafa. Af heildar magni heilblóðs á Íslandi á um 27% uppruna sinn hjá konum, á meðan 44% af heilblóði á uppruna sinn hjá konum í Svíþjóð. Heildar fjöldi blóðgjafa í dag er um 6.000, en aðeins 2.000 úr þessum hópi eru konur. Blóðgjafafélag Íslands vill beita sér fyrir því að fjölga konum í hópi blóðgjafa helst á þann stað að konur séu með helmingsstöðu í hópi blóðgjafa. Sökum ástandsins í samfélaginu og framkvæmda við Snorrabraut verður ekki slegið upp garðveislu að Snorrabraut í tilefni dagsins, en blóðgjafar og sér í lagi þau sem hafa áhuga á að gerast blóðgjafar eru hvattir til að mæta í Blóðbankann að Snorrabraut 60 eða á 2.hæðina að Glerártorgi Akureyri og láta gott af sér leiða. Boðið er uppá sérstaklega góðar veitingar í tilefni dagsins. Best er að panta tíma í blóðgjöf með því hringja í síma 543 5500 (Reykjavík) eða 543 5560 (Akureyri). Einnig er hægt að bóka tíma á www.blodbankinn.is. Dagurinn 14. júní var valinn en það er afmælisdagur nóbelverðlaunahafans Karl Landsteiner en hann uppgötvaði ABO-blóðflokkakerfið árið 1900. Að alþjóðlega blóðgjafadeginum standa WHO, Alþjóða Rauði krossinn, Alþjóðasamtök blóðgjafafélaga og Alþjóðasamtök blóðgjafar. Að baki þessara samtaka eru 192 aðildarríki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, 181 landssamtök Rauða krossins, 50 landssamtök blóðgjafafélaga og þúsundir sérfræðinga um blóðgjafir. Áhugasamir um blóðgjafir og starfsemi BGFÍ geta gerst meðlimir félagsins á heimasíðu félagsins, www.bgfi.is. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. Mikil þörf er á að fjölga blóðgjöfum, því er tilvalið að nýta þennan hátíðisdag til að ganga í hóp vaskrar sveitar blóðgjafa sem tryggja samfélaginu dýrmætt framboð af blóði og blóðhlutum. Án framlags okkar góðu blóðgjafa yrði erfitt, jafnvel ómögulegt að framkvæma skurðaðgerðir og aðstoða einstaklinga í gegnum erfið veikindi. Sumartíminn reynist starfsemi Blóðbankans gjarnan erfið þar sem ferðalög eru tíðari og blóðgjafar síður heima við en annars. Það er því starfseminni dýrmætt þegar blóðgjafar muna eftir að gefa blóð áður en haldið er í fríið því Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag allan ársins hring. Þessu til viðbótar má nefna að á Íslandi eru virkir blóðgjafar um 2.000 færri en þeir þurfa að vera. Þessu til viðbótar eru um 2.000 gjafar á hverju ári sem hætta að gefa sökum aldurs eða annara orsaka. Heildar þörf Blóðbankans á nýliðun í blóðgjafahópnum er því um 4.000 blóðgjafar á ári. Ég vil sérstaklega hvetja konur til að gerast blóðgjafar, en Ísland er sér á báti þegar kemur að lágum fjölda kvenna í hópi blóðgjafa. Af heildar magni heilblóðs á Íslandi á um 27% uppruna sinn hjá konum, á meðan 44% af heilblóði á uppruna sinn hjá konum í Svíþjóð. Heildar fjöldi blóðgjafa í dag er um 6.000, en aðeins 2.000 úr þessum hópi eru konur. Blóðgjafafélag Íslands vill beita sér fyrir því að fjölga konum í hópi blóðgjafa helst á þann stað að konur séu með helmingsstöðu í hópi blóðgjafa. Sökum ástandsins í samfélaginu og framkvæmda við Snorrabraut verður ekki slegið upp garðveislu að Snorrabraut í tilefni dagsins, en blóðgjafar og sér í lagi þau sem hafa áhuga á að gerast blóðgjafar eru hvattir til að mæta í Blóðbankann að Snorrabraut 60 eða á 2.hæðina að Glerártorgi Akureyri og láta gott af sér leiða. Boðið er uppá sérstaklega góðar veitingar í tilefni dagsins. Best er að panta tíma í blóðgjöf með því hringja í síma 543 5500 (Reykjavík) eða 543 5560 (Akureyri). Einnig er hægt að bóka tíma á www.blodbankinn.is. Dagurinn 14. júní var valinn en það er afmælisdagur nóbelverðlaunahafans Karl Landsteiner en hann uppgötvaði ABO-blóðflokkakerfið árið 1900. Að alþjóðlega blóðgjafadeginum standa WHO, Alþjóða Rauði krossinn, Alþjóðasamtök blóðgjafafélaga og Alþjóðasamtök blóðgjafar. Að baki þessara samtaka eru 192 aðildarríki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, 181 landssamtök Rauða krossins, 50 landssamtök blóðgjafafélaga og þúsundir sérfræðinga um blóðgjafir. Áhugasamir um blóðgjafir og starfsemi BGFÍ geta gerst meðlimir félagsins á heimasíðu félagsins, www.bgfi.is. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun