Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2022 00:00 Úkraínskir hermenn ræða saman á meðan bardagi við Rússa geisar við Severodonetsk í Luhansk héraðinu. Vísir/AP Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Þetta kemur fram í máli Vadym Skibitsky, yfirmanns í úkraínska hernum sem skrifað er um í grein í The Guardian. Hann segir að Úkraína sé nú að tapa fyrir Rússum og séu algjörlega háðir því að fá vopn frá Vesturlöndum eigi þeir að halda rússneska hernum í skefjum. „Þetta er stórskotastríð núna. Við erum að tapa hvað stóru vopnin varðar, við erum með eitt á móti hverjum tíu til fimmtán hjá Rússum. Félagar okkar í vestri hafa gefið okkur um 10% af því sem þeir eiga.“ Fyrr í dag hrósaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Bretum fyrir þeirra stuðning en ítrekaði bón sína um að fá meira af vopnum. Þetta sagði hann þegar Ben Wallace utanríkisráðherra Bretlands kom í óvænta heimsókn til Úkraínu. „Orð breytast í gjörðir. Það er munurinn á sambandi Úkraínu við Breta og síðan við aðrar þjóðir,“ sagði Selenskí í myndbandsyfirlýsingu. Gætu gert hlé til að plata Vesturlönd Skibitsky segir að Úkraínumenn noti 5-6000 skotfæri á hverjum degi úr stærstu vopnum sínum og að skotfærin séu brátt á þrotum. Hann ítrekaði þörfina á langdrægum flaugum til að geta eyðilagt búnað Rússa. Búist er við að Úkraínumenn útbúi lista yfir hvað þeir telja sig þurfa fyrir fund NATO í Brussel þann 15.júní. Skibitsky sagði ennfremur að þvinganir kæmu í veg fyrir að Rússar gætu framleitt langdrægnr flaugar í flýti. „Við höfum tekið eftir að Rússar eru að beita færri eldflaugaárásum og að þeir hafa verið að nota H-22 flaugar sem eru gamlar flaugar frá því í Sovétríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar.“ Hann segir að Rússar nýti sér eldflaugakerfi þar sem þeir geta skotið flaugum hvert sem er í Úkraínu án þess að fara úr rússneskri lofthelgi. Úkraínski herinn telur að Rússar geti haldið áfram stríðsrekstri með svipuðum hætti í ár í viðbót án þess að framleiða ný vopn. Skibitsky vill ekki útiloka möguleikann á því að Rússar geri hlé á árásum sínum í tilraun til að sannfæra Vesturlönd um að slaka á þvingunum sínum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira