Þungt högg að missa heilan dag en Seyðfirðingar standa keikir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. júní 2022 20:00 Davíð Kristinsson hótelstjóri sat einn á tómum veitingastað sínum þegar fréttastofa náði tali af honum. Rýma þurfti hótel og fresta opnun veitingastaðar á Seyðisfirði í dag eftir vatnsrör fór í sundur í bænum. Hótelstjóri segir þetta mikið bakslag núna þegar ferðasumrið er að fara af stað en að Seyðfirðingar séu öllu vanir. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum, segir hann um vatnsöflin á Seyðisfirði. Seyðfirðingar voru án vatns bróðurpartinn af deginum eftir að aðrennslispípa við Fjarðaselsvirkjun fór í sundur og vatnslögn Seyðisfjarðar rofnaði í morgun en vatn var komið aftur á skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Vatnsleysið hafði áhrif á marga í dag en áhrifin voru þó ef til vill mest hjá hótelinu og veitingastöðum í bænum. „Staðan hjá okkur er áhugaverð,“ sagði Davíð Kristinsson, hótelstjóri Öldunnar, léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í dag. „Við erum komin aftur í rómantíkina og erum að ná í vatn í lækinn og það flækir allt í nútímasamfélagi.“ Loka þurfti Hótel Öldu en hótelið var fullt, enda ferðasumrið byrjað á fullu, og þurftu þau að finna fólki gistingu annars staðar á Austurlandi. Þá þurfti að fresta opnun nýs veitingastaðar, Norðaustur, en Davíð segir það helst sárt fyrir gestina. „Það er aðallega það, í staðinn fyrir að geta veitt fólki gleði þá fær það vonbrigði. Það er erfitt og leiðinlegt en það er bara ekkert við þessu að gera, hlutir bila og það þarf bara að bregðast við því,“ segir hann. Hann segir það þungt að missa heilan dag úr rekstrinum á miðju sumri en tímabilið er stutt fyrir. Þá fylgir því tilheyrandi kostnaður sem þyngir róðurinn. Þrátt fyrir allt er hann þó bjartsýnn á framhaldið. „Þá verður þessi dagur öðruvísi en morgundagurinn og það er alltaf gaman, þó að þetta hafi ekki verið það sem ég ætlaði mér,“ segir Davíð. Vatnsöflin hafa herjað á Seyðfirðinga undanfarin ár með aurskriðunum og gætu því margir talið að íbúar hafi tekið út sinn skammt. Davíð tekur undir það en segir þau áfram standa keik. „Maður hefði haldið það, en við ráðum bara við þetta eins og allt annað. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum,“ segir hann. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Seyðfirðingar voru án vatns bróðurpartinn af deginum eftir að aðrennslispípa við Fjarðaselsvirkjun fór í sundur og vatnslögn Seyðisfjarðar rofnaði í morgun en vatn var komið aftur á skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Vatnsleysið hafði áhrif á marga í dag en áhrifin voru þó ef til vill mest hjá hótelinu og veitingastöðum í bænum. „Staðan hjá okkur er áhugaverð,“ sagði Davíð Kristinsson, hótelstjóri Öldunnar, léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í dag. „Við erum komin aftur í rómantíkina og erum að ná í vatn í lækinn og það flækir allt í nútímasamfélagi.“ Loka þurfti Hótel Öldu en hótelið var fullt, enda ferðasumrið byrjað á fullu, og þurftu þau að finna fólki gistingu annars staðar á Austurlandi. Þá þurfti að fresta opnun nýs veitingastaðar, Norðaustur, en Davíð segir það helst sárt fyrir gestina. „Það er aðallega það, í staðinn fyrir að geta veitt fólki gleði þá fær það vonbrigði. Það er erfitt og leiðinlegt en það er bara ekkert við þessu að gera, hlutir bila og það þarf bara að bregðast við því,“ segir hann. Hann segir það þungt að missa heilan dag úr rekstrinum á miðju sumri en tímabilið er stutt fyrir. Þá fylgir því tilheyrandi kostnaður sem þyngir róðurinn. Þrátt fyrir allt er hann þó bjartsýnn á framhaldið. „Þá verður þessi dagur öðruvísi en morgundagurinn og það er alltaf gaman, þó að þetta hafi ekki verið það sem ég ætlaði mér,“ segir Davíð. Vatnsöflin hafa herjað á Seyðfirðinga undanfarin ár með aurskriðunum og gætu því margir talið að íbúar hafi tekið út sinn skammt. Davíð tekur undir það en segir þau áfram standa keik. „Maður hefði haldið það, en við ráðum bara við þetta eins og allt annað. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum,“ segir hann.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira