Þungt högg að missa heilan dag en Seyðfirðingar standa keikir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. júní 2022 20:00 Davíð Kristinsson hótelstjóri sat einn á tómum veitingastað sínum þegar fréttastofa náði tali af honum. Rýma þurfti hótel og fresta opnun veitingastaðar á Seyðisfirði í dag eftir vatnsrör fór í sundur í bænum. Hótelstjóri segir þetta mikið bakslag núna þegar ferðasumrið er að fara af stað en að Seyðfirðingar séu öllu vanir. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum, segir hann um vatnsöflin á Seyðisfirði. Seyðfirðingar voru án vatns bróðurpartinn af deginum eftir að aðrennslispípa við Fjarðaselsvirkjun fór í sundur og vatnslögn Seyðisfjarðar rofnaði í morgun en vatn var komið aftur á skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Vatnsleysið hafði áhrif á marga í dag en áhrifin voru þó ef til vill mest hjá hótelinu og veitingastöðum í bænum. „Staðan hjá okkur er áhugaverð,“ sagði Davíð Kristinsson, hótelstjóri Öldunnar, léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í dag. „Við erum komin aftur í rómantíkina og erum að ná í vatn í lækinn og það flækir allt í nútímasamfélagi.“ Loka þurfti Hótel Öldu en hótelið var fullt, enda ferðasumrið byrjað á fullu, og þurftu þau að finna fólki gistingu annars staðar á Austurlandi. Þá þurfti að fresta opnun nýs veitingastaðar, Norðaustur, en Davíð segir það helst sárt fyrir gestina. „Það er aðallega það, í staðinn fyrir að geta veitt fólki gleði þá fær það vonbrigði. Það er erfitt og leiðinlegt en það er bara ekkert við þessu að gera, hlutir bila og það þarf bara að bregðast við því,“ segir hann. Hann segir það þungt að missa heilan dag úr rekstrinum á miðju sumri en tímabilið er stutt fyrir. Þá fylgir því tilheyrandi kostnaður sem þyngir róðurinn. Þrátt fyrir allt er hann þó bjartsýnn á framhaldið. „Þá verður þessi dagur öðruvísi en morgundagurinn og það er alltaf gaman, þó að þetta hafi ekki verið það sem ég ætlaði mér,“ segir Davíð. Vatnsöflin hafa herjað á Seyðfirðinga undanfarin ár með aurskriðunum og gætu því margir talið að íbúar hafi tekið út sinn skammt. Davíð tekur undir það en segir þau áfram standa keik. „Maður hefði haldið það, en við ráðum bara við þetta eins og allt annað. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum,“ segir hann. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Seyðfirðingar voru án vatns bróðurpartinn af deginum eftir að aðrennslispípa við Fjarðaselsvirkjun fór í sundur og vatnslögn Seyðisfjarðar rofnaði í morgun en vatn var komið aftur á skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Vatnsleysið hafði áhrif á marga í dag en áhrifin voru þó ef til vill mest hjá hótelinu og veitingastöðum í bænum. „Staðan hjá okkur er áhugaverð,“ sagði Davíð Kristinsson, hótelstjóri Öldunnar, léttur í bragði þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í dag. „Við erum komin aftur í rómantíkina og erum að ná í vatn í lækinn og það flækir allt í nútímasamfélagi.“ Loka þurfti Hótel Öldu en hótelið var fullt, enda ferðasumrið byrjað á fullu, og þurftu þau að finna fólki gistingu annars staðar á Austurlandi. Þá þurfti að fresta opnun nýs veitingastaðar, Norðaustur, en Davíð segir það helst sárt fyrir gestina. „Það er aðallega það, í staðinn fyrir að geta veitt fólki gleði þá fær það vonbrigði. Það er erfitt og leiðinlegt en það er bara ekkert við þessu að gera, hlutir bila og það þarf bara að bregðast við því,“ segir hann. Hann segir það þungt að missa heilan dag úr rekstrinum á miðju sumri en tímabilið er stutt fyrir. Þá fylgir því tilheyrandi kostnaður sem þyngir róðurinn. Þrátt fyrir allt er hann þó bjartsýnn á framhaldið. „Þá verður þessi dagur öðruvísi en morgundagurinn og það er alltaf gaman, þó að þetta hafi ekki verið það sem ég ætlaði mér,“ segir Davíð. Vatnsöflin hafa herjað á Seyðfirðinga undanfarin ár með aurskriðunum og gætu því margir talið að íbúar hafi tekið út sinn skammt. Davíð tekur undir það en segir þau áfram standa keik. „Maður hefði haldið það, en við ráðum bara við þetta eins og allt annað. Þetta er bara enn eitt partíið sem að okkur er boðið í og við mætum,“ segir hann.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira