Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 21:09 Brennivínssopinn verður dýrari í fríhöfn samþykki Alþingi tillögur fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér. Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti breytingar á fjármálaætlun fyrir fjármálanefnd, en ætlunin er að beita ríkisfjármálum til þess að vinna gegn þenslu og verðbólgu í stað þess að vextir verði hækkaðir. Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lækkun afsláttar, gjöld af vistvænum bílum og tekjuöflun af ferðamönnum Meðal helstu breyting á tekjuhlið ríkissjóðs er að innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða, verði flýtt. Í tilkynningu Stjórnarráðsins segir að tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja og eldsneytis hafi dregist verulega saman og muni að öllu óbreyttu halda áfram að lækka. Samhliða miklum árangri í orkuskiptum sé því unnið að innleiðingu á einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi, sem samræmist þörf á áframhaldandi útgjöldum við nýframkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins. Þá er gert ráð fyrir því að krónutölugjöld muni uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun, en hækki ekki umfram hana. Að lokum segir að innleiddar verði nokkrar sértækar gjaldabreytingar. Þar má helst nefna breytingu á gjaldtöku í fríhöfn með nokkru minni afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi en nú er, fyrirkomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á. Lækka ferðakostnað og framlög til stjórnmálasamtaka Af þeim hluta tillagnanna sem snýr að útgjaldahlið ríkissjóðs má helst nefna að lækkun ferðakostnaðar hjá ríkinu verði gerð varanleg, útgjaldasvigrúmi í fyrirliggjanda fjármálaáætlun verði frestað og ætlað almennt útgjaldasvigrúm málefnasviða verði nær helmingað og lækkun á framlögum til stjórnmálasamtaka. Tilkynningu Stjórnarráðsins má lesa í heils sinni hér.
Alþingi Efnahagsmál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira