Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 11:50 Gabríel Daði Vignisson segir óvenjulegt andrúmsloft ríkja í höfuðborg Þýskalands í dag. Samsett Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“ Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“
Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira