Oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði líka genginn í Samfylkinguna Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 11:26 Sigurður Pétur Sigmundsson var oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Vísir/Vilhelm Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, hefur gert líkt og oddviti Miðflokksins og gengið í Samfylkinguna í bænum. Þeir Sigurður Pétur Sigmundsson, sem var oddviti Bæjarlistans, og Sigurður Þ. Ragnarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, munu báðir ganga til verka og trúnaðarstarfa fyrir Samfylkinguna í íþrótta - og menningarmálum. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, greinir frá þessu í færslu á Facebook, en greint var frá vistaskiptum Sigurðar í Miðflokknum í gær. Hvorki Miðflokkurinn né Bæjarlistinn náðu inn manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 14. maí þar sem Samfylkingin náði inn fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ákváðu að framlengja meirahlutasamstarf sitt að loknum kosningum, en saman eru flokkarnir með sex af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn. Viðreisn náði einnig inn einum manni. „Þessir tveir flokkar [Bæjarlistinn og Miðflokkurinn] fengu tæp þúsund atkvæði samtals (4,3% og 2,8%) í maí kosningunum til viðbótar við 3800 (29%) atkvæði jafnaðarmanna,, X-S. Þetta eru öflugir liðsmenn og drengir góðir og ég býð þá hjartanlega velkomna og þeirra fólk í baráttu fyrir betri bæ. Jafnaðarmenn eru sannarlega mættir til leiks,“ segir Guðmundur Árni. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, verður áfram bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 og mun Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, þá taka við embættinu. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. 7. júní 2022 13:07 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þeir Sigurður Pétur Sigmundsson, sem var oddviti Bæjarlistans, og Sigurður Þ. Ragnarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, munu báðir ganga til verka og trúnaðarstarfa fyrir Samfylkinguna í íþrótta - og menningarmálum. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, greinir frá þessu í færslu á Facebook, en greint var frá vistaskiptum Sigurðar í Miðflokknum í gær. Hvorki Miðflokkurinn né Bæjarlistinn náðu inn manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 14. maí þar sem Samfylkingin náði inn fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ákváðu að framlengja meirahlutasamstarf sitt að loknum kosningum, en saman eru flokkarnir með sex af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn. Viðreisn náði einnig inn einum manni. „Þessir tveir flokkar [Bæjarlistinn og Miðflokkurinn] fengu tæp þúsund atkvæði samtals (4,3% og 2,8%) í maí kosningunum til viðbótar við 3800 (29%) atkvæði jafnaðarmanna,, X-S. Þetta eru öflugir liðsmenn og drengir góðir og ég býð þá hjartanlega velkomna og þeirra fólk í baráttu fyrir betri bæ. Jafnaðarmenn eru sannarlega mættir til leiks,“ segir Guðmundur Árni. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, verður áfram bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 og mun Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, þá taka við embættinu.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. 7. júní 2022 13:07 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24
Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. 7. júní 2022 13:07