Kaupa ferðaþjónustufyrirtæki í Alaska Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2022 08:36 Gréta María Grétarsdóttir er forstjóri Arctic Adventures. Vísir/Vilhelm Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring. Í tilkynningu frá segir að markmið félaganna sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. „Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn var stöðugur vöxtur ferðamanna til Alaska og er ferðaþjónustan í Alaska vel í stakk búin til að halda áfram vexti á næstu árum. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska. All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og eru einn af fremstu ferðaskipuleggjendum í Alaska og Yukon, Kanada. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.“ Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Arctic Adventures, að Alaska sé að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. „Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi. Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures,“ segir Gréta María. Um Pt Capital segir að það sé fjárfestingarfyrirtæki með aðsetur í Alaska sem fjárfesti í ferðaþjónustu, tækni, iðnaði og fluggeiranum. Pt Capital hefur nú umsjón með eignasafni níu einkafyrirtækja í Bandaríkjunum, Íslandi og Finnlandi þar sem starfa alls yfir 1.400 starfsmenn. Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá segir að markmið félaganna sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. „Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn var stöðugur vöxtur ferðamanna til Alaska og er ferðaþjónustan í Alaska vel í stakk búin til að halda áfram vexti á næstu árum. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska. All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og eru einn af fremstu ferðaskipuleggjendum í Alaska og Yukon, Kanada. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.“ Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, forstjóra Arctic Adventures, að Alaska sé að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. „Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi. Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures,“ segir Gréta María. Um Pt Capital segir að það sé fjárfestingarfyrirtæki með aðsetur í Alaska sem fjárfesti í ferðaþjónustu, tækni, iðnaði og fluggeiranum. Pt Capital hefur nú umsjón með eignasafni níu einkafyrirtækja í Bandaríkjunum, Íslandi og Finnlandi þar sem starfa alls yfir 1.400 starfsmenn.
Kaup og sala fyrirtækja Ferðamennska á Íslandi Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira